is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20887

Titill: 
  • Stjórnsýsla og skipulag samráðs í varnar- og öryggismálum. Reynsla þriggja nágrannaríkja og samanburður við Ísland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um stjórnkerfi, skipulag og ákvarðanaferli á sviði öryggis- og varnarmála í þremur erlendum ríkjum, Írlandi, Noregi og Finnlandi og sú greining borin saman við hvernig skipulagi er hagað hér á landi í þessum málaflokki.
    Sérstaklega er reynt að greina hvaða lærdóm má draga af reynslu erlendu ríkjanna þriggja, hvort skipulag og stjórnsýslusamráð sem fyrir hendi er, gæti nýst sem fyrirmynd á Íslandi og hvaða samráðsform hafa reynst vel í ríkjunum.
    Unnið hefur verið að heildstæðri stefnumótun á sviði þjóðaröryggismála á Íslandi í samstarfi allra þingflokka á Alþingi á síðustu árum og er gerð grein fyrir helstu áherslum og tillögum. Fram kemur að stefnumótun, skipulag og stjórnsýsla á Íslandi hefur hvorki verið formfest með heildstæðum hætti, né gefinn lagalegur grunnur með sama hætti og í nágrannalöndunum þremur. Raktar eru sögulegar forsendur og bakgrunnur sem kunna að skýra þetta. Enn fremur er skoðað hvernig þróun umfjöllunar og mat á ógnum og hættu hefur haft áhrif á skipulag, samráð og stjórnsýslu á þessu sviði í áðurnefndum nágrannaríkjunum og víðar.
    Meginniðurstaðan er sú að mörg góð skref hafa verið stigin til að þróa stefnumótun og umræðu um fyrirkomulag, stjórnsýslu og samráð á sviði varnar- og öryggismála hér á landi. Hins vegar skortir á að lagalegur grunnur, skipulag og viðbúnaður sé skoðaður heildstætt og formfestur, svo og að umræða og rannsóknir verði efldar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Anna Jóhannsdóttir 4-5-2105.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna