is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20895

Titill: 
  • „Þetta verður að vera í lagi.“ Viðhorf til skjalastjórnar og vinnubrögð innan tiltekins fyrirtækis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig starfsfólk tiltekins fyrirtækis upplifði skjalastjórn og hvernig staðið væri að þjálfun og fræðslu. Auk þess athuga hvaða vinnubrögð starfsfólk viðhafði við meðhöndlun skjala og hvort þau vinnubrögð væru í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Starfsfólk skipulagsheilda getur átt stóran þátt í skilvirkri skjalastjórn. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf starfsfólks til skjalastjórnar og öðlast vísbendingar um hvað mætti betur fara varðandi verklagsreglur, öryggi upplýsinga og þjálfun. Stuðst var við eigindlega aðferðafræði og vinnubrögð grundaðrar kenningar. Tekin voru níu viðtöl og ein þátttökuathugun framkvæmd. Niðurstöður sýndu að viðmælendur túlkuðu skjalastjórn sem ákveðið ferli og tengdu hana við rafrænt umhverfi, verklagsreglur, gæðakerfi, skjalastjóra og upplýsingaöryggi. Þátttakendur höfðu sterka öryggisvitund og vönduðu vel til verka í allri meðhöndlun skjala. Skortur var á fræðslu og þjálfun í almennri skjalastjórn og á skjalastjórnarkerfi. Þær ályktanir voru dregnar að skjalastjórn innan fyrirtækisins væri í stöðugum framförum og samþætting upplýsingaöryggis og gæða¬stjórnunar hefði haft áhrif á skjalastjórnina. Ennfremur að vinnubrögð hafi verið í samræmi við stefnur en tækifæri sé til að bæta verklagsreglur og stuðla að meiri samræmingu vinnubragða. Loks að tækifæri sé til að bæta þjálfun og fræðslu í almennri skjalastjórn og á skjalastjórnarkerfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective was to explore how employees of a certain company experienced records management and their level of training and education. In addition check the employees working methods of records management to see if they were consistent with the policies of the company. Employees have an important role in achieving efficient records management. The purpose was to research the employees view on records management to see what could be improved regarding rules and regulations, information security and training. Qualitative methodology and grounded theory was used. Nine interviews were taken and one observation made. Findings show that interviewers interpreted records management as a certain process and linked it with electronic environment, rules and regulation, quality system, the records manager and information security. Participants had a strong information security awareness and showed great working methods. There was a lack of teaching and training in general records management and on its system. The conclusions were drawn that records management inside the company had been continuously improved and the integration of information security and quality management had affected it. Furthermore the working methods were in accordance with the companies policies but there were opportunities in improwing rules to promote greater coordination. Finally there is an opportunity to improve training and education in general records management and on its system.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SandraKaren_MLIS.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna