is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20897

Titill: 
  • Endurkvæmni og pirahã. „Þú getur sagt það. Þú ert ekki pirahã!“
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um grein málfræðingsins og fyrrverandi trúboðans Daniels L. Everetts sem birtist í tímaritinu Current Anthropology árið 2005. Fjallað verður um hugmyndir um algilda málfræði og viðbrögð fræðimanna við greininni, einkum þeim sem birtust í tveim greinum í Language 2009. Everett heldur því fram að þættir í menningu pirahã-þjóðflokksins hamli því að hægt sé að hafa samskipti um ýmsa hluti; sér í lagi virðist það sem kallast milliliðalaus reynsla (e. immediacy of experience) þrengja eða takmarka pirahã-málið og skilja eftir ýmis konar eyður í setningafræði og formfræði þess. Ein af þessum eyðum varðar endurkvæmni sem felur í sér skort á undirskipun. Höfð er í huga sú spurning hvort menning takmarki hugsun og þar af leiðandi tungumálið. Rætt er um hugmyndir Charles F. Hocketts um sameiginlega þætti allra tungumála og hugmyndir Noams Chomskys um arfskapaða málkunnáttu. Sagt verður frá nýjum rannsóknum á setningarfræði pirahã. Niðurstöður eru kynntar og ræddar; og tengdar við spurninguna um hvort hugmyndir manna um algilda málfræði þurfi á endurskoðun að halda.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurkvæmni og pirahã.pdf924.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna