is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20903

Titill: 
  • Verðþrýstingur í samkeppnisrétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi meistararitgerð fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu í formi verðþrýstings (e. margin squeeze). Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun um misnotkun á markaðsráðandi stöðu í öðrum kafla til að leggja grunn að umfjöllun um aðalefnið.
    Í þriðja kafla er forsaga og uppruni þessa tiltölulega nýlega misnotkunarforms rakinn, auk þess sem fjallað er um tengsl sérreglna um tiltekna markaði og samkeppnisreglna.
    Í fjórða kafla er ítarlega fjallað um tímamótadóminn í máli Deutsche Telekom, sem segja má að hafi slegið tóninn og varðað veginn til framtíðar á þessu sviði innan samkeppnisréttar Evrópusambandsins. Þar var tilteknum grundvallaratriðum slegið föstum, svo sem að verðþrýstingur feli í sér sjálfstætt misnotkunarbrot, en sé ekki aðeins tilbrigði við önnur brot. Einnig að miða skuli við prófið um hinn jafn skilvirka keppinaut við ákvörðun verðþrýstings. Þá sagði dómurinn að ekki þurfi að sanna raunveruleg samkeppnishamlandi áhrif af verðþrýstingi og að tilvist sérreglna um fjarskiptamarkaðinn hlífa lóðrétt samþættum, markaðsráðandi fyrirtækjum almennt ekki við beitingu samkeppnisreglna.
    Í fimmta kafla er kastljósinu beint að dómi Evrópudómstólsins í máli TeliaSonera, sem staðfesti niðurstöður sínar úr Deutsche Telekom en fékk jafnframt tækifæri til taka afstöðu til fleiri atriða og skýra enn frekar inntak og stöðu verðþrýstings í samkeppnisrétti. Með þessum tveimur dómum má segja að myndin hafi skýrst umtalsvert.
    Í sjötta kafla er farið yfir mál Telefónica, þar sem framangreindar meginreglur voru ítrekaðar.
    Í sjöunda kafla er snúið heim og staðan á Íslandi könnuð með hliðsjón af einbirni íslensks réttar á þessu sviði, mál Símans.
    Þá er í áttunda kafla farið vestur um haf og kannað hvaða augum bandarískur réttur lítur verðþrýsting, en óhætt er að segja að hann er að mörgu leyti á öndverðu meiði við Evrópu.
    Að því loknu, í níunda kafla, er sjónum beint að réttarframkvæmd um verðþrýsting innan einstakra aðildarríkja Evrópusambandsins og utan þess. Af samanburði við ríki utan ESB er ljóst að því fer fjarri að samfella sé í því hvernig ríki heims líta á verðþrýsting.
    Óhætt er að segja að verðþrýstingur í evrópskum samkeppnisrétti hafi slitið barnsskónum og stendur nú teinréttur við hlið annarra sjálfstæðra brota sem teljast til misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefur á allra síðustu árum skýrt verulega inntak og eðli ólögmæts verðþrýstings og þá aðferðarfræði sem beita skal við könnun á því hvort um slíkt brot sé að ræða.
    Þróun þessa misnotkunarforms sýnir glögglega hversu dýnamískur samkeppnisréttur er í reynd og hve sveigjanleiki samkeppnisreglna er mikilvægur. Þetta á ekki síst um markaði sem eru í örri þróun, svo sem fjarskiptamarkaðinn, þar sem mikilvægt er að samkeppniseftirlit haldi í við slíka þróun, svo neytendur og þjóðfélög verði ekki af þeim gæðum sem samkeppnisreglunum er ætlað að vernda. Af umfjölluninni er þannig ljóst að verðþrýstingur er kominn til að vera sem sjálfstætt samkeppnislagabrot í Evrópu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_-_Arngrímur_Eiríksson.pdf649.7 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf108.96 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna