ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20910

Titill

Sérstaða sjómanna á vinnumarkaði. Lögfræðilegt sjónarhorn

Skilað
Júní 2015
Útdráttur

Sérstaða sjómanna á vinnumarkaði er talsverð. Vegna aðstæðna í starfsumhverfi sjómanna eru fjölmargar reglur sem eingöngu ná til sjómanna, bæði í innlendum rétti og í þjóðarétti. Einnig er kjaraumhverfi sjómanna á fiskiskipum mjög frábrugðið því sem almennt gerist á vinnumarkaði hér á landi. Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á lagalega sérstöðu sjómanna á vinnumarkaði. Fyrst er farið stuttlega yfir þróun kjaramála sjómanna hér á landi frá landnámi til dagsins í dag. Síðan er farið yfir innlendar lagareglur sem varða sérstaklega réttindi og skyldur sjómanna. Sérstök áhersla er lögð á ákvæði sjómannalaga nr. 35/1985 um ráðningarsamninga sjómanna, starfslok og rétt sjómanna til launa í veikindaforföllum, og gerður samanburður á réttarstöðu sjómanna við aðra launþega í landi. Einnig er fjallað um helstu alþjóðasamninga sem fjalla um réttarstöðu sjómanna. Því næst er ítarlega fjallað um sjómannshugtakið í skilningi íslensks réttar, einkum út frá afmörkun á gildissviði sjómannalaga nr. 35/1985. Þá er farið ítarlega yfir sérstöðu launakerfis sjómanna á fiskiskipum, sem í daglegu tali er kallað hlutaskiptakerfi. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er farið yfir helstu álitamál varðandi greiðsluskyldu útgerðar samkvæmt ákvæðum sjómannalaga nr. 35/1985 og ákvæðum kjarasamninga. Þar er fjallað um álitamál sem tengjast vinnuskyldu og launarétti skipverja, einkum þegar fiskiskip er tekið úr rekstri. Síðan er farið yfir álitamál um launarétt sjómanna á uppsagnarfresti. Sú umfjöllun beinist að útreikningi á launum sjómanna á uppsagnarfresti, bæði þegar skip er áfram í rekstri á uppsagnartíma en einnig þegar skip er tekið úr rekstri áður en uppsagnarfrestur skipverja er liðinn. Að lokum er farið yfir dómaframkvæmd Hæstaréttar varðandi greiðsluskyldu útgerðamanna á launum skipverja í veikindaforföllum skv. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Sú umfjöllun beinist fyrst og fremst að álitamálum varðandi greiðsluskyldu útgerðar í veikindaforföllum þegar skipverjar starfa eftir fastmótuðu ráðningarfyrirkomulagi, sem í daglegu tali er kallað skiptimannakerfi.

Samþykkt
4.5.2015


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Meistararitgerð.pdf870KBLæst til  5.5.2030 Meginmál PDF  
forsida.pdf165KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna