is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20915

Titill: 
  • Upptökur lögregluyfirheyrslna í ljósi meginreglna sakamálaréttarfars
  • Titill er á ensku Recording of police interviews in the perspective of criminal procedure principles
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Segja má að skýrslutökur, einnig nefndar yfirheyrslur í þessari ritgerð, séu mest notaða rannsóknaraðgerð lögreglunnar og jafnframt sú mikilvægasta. Um árabil var lögregluskýrsla að öllu jöfnu eina gagnið er innihélt upplýsingar um framburð sakborninga og vitna við skýrslutökur hjá lögreglu. Við gildistöku laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála varð hins vegar veruleg breyting þar á þegar lögreglu var samkvæmt 2. mgr. 66. gr. þeirra laga gert skylt, ef því verður við komið, að hljóðrita, taka upp á myndband eða mynddisk, það sem fram kemur við skýrslutöku. Þrátt fyrir að þetta kallaði á breytt verklag hjá lögreglu var lítið fjallað um þessar breytingar í greinargerð með frumvarpi því sem varð að sakamálalögum. Þar að auki ríkir þögn í sömu löggjöf um meðferð og notkun á slíkum upptökum eftir að mál hefur verið höfðað og ekki síður hvert vægi þessara gagna er við sönnunarfærslu fyrir dómi. Þó er ljóst að slíkar upptökur hljóta að hafa áhrif á hana með einum eða öðrum hætti, sér í lagi þegar sakborningur fellur frá fyrri framburði sínum hjá lögreglu, þótt ekki sé augljóst við fyrstu sýn hversu mikil þau áhrif eru.

    Í ritgerðinni er framangreind lagaskylda til að taka upp skýrslutökur lögreglu skoðuð í ljósi meginreglna sakamálaréttarfars, þó sérstaklega hvort og þá hvaða áhrif meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu getur haft í þeim efnum. Með þessu verður leitast við að svara tveimur spurningum er snerta sérstaklega upptökur lögregluyfirheyrslna. Annars vegar hvort upptökur hafi með einum eða öðrum hætti aukið vægi lögregluskýrslna, sem innihalda framburð sakborninga og vitna, við sönnunarfærslu frá því sem áður var. Hins vegar hvort upptökur af yfirheyrslum hjá lögreglu séu einungis til stuðnings því sem fram kemur í skýrslum lögreglu er innihalda framburð, þ.e. nokkurs konar viðbót við þær, eða hvort upptökurnar hafi í raun sjálfstætt gildi við sönnunarfærslu fyrir dómi.
    Í stuttu máli má svara fyrri spurningunni játandi, þ.e. upptökur lögregluyfirheyrslna hafi að öllu jöfnu aukið vægi lögregluskýrslna við sönnunarfærslu frá því sem áður var. Hvað varðar svar við seinni spurningunni virðast slíkar upptökur ekki einungis vera til stuðnings því sem fram kemur í lögregluskýrslum um skýrslugjöf vitna og sakborninga, heldur virðast þær einnig hafa meira og rýmra gildi en lögregluskýrslurnar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldvin Einarsson-Skemman.pdf835.88 kBLokaður til...05.05.2035HeildartextiPDF