is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20940

Titill: 
  • „Gerðist Egill ókátur, þögull og drakk oftast lítt.“ Ástsýki í Eglu og fleiri miðaldabókmenntum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til meistaragráðu í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, unnin undir leiðsögn dr. Sifjar Ríkharðsdóttur. Viðfangsefnið er ástsýki í miðaldabókmenntum, einkum Egils sögu. Ritgerðin er unnin í tengslum við rannsóknarverkefnið „Ómur tilfinninga í miðaldabókmenntum“ sem styrkt er af Rannsóknasjóði (nr. 130605-053).
    Ástsýki var álitin raunverulegur sjúkdómur allt frá grískri fornöld og fram á 18. öld sem reynt var með öllum ráðum að lækna enda gátu einkennin verið banvæn. Þau birtast með skýrum hætti í fornum bókmenntum og urðu enn fremur að bókmenntalegu tákni fyrir rómantíska ást sem sýnir sig á afgerandi máta í ljóðsögum og riddarasögum 12. aldar; menn verða yfirbugaðir og fárveikir af ást og stundum sturlaðir. Í þessari ritgerð er þráður ástsýkinnar rakinn allt frá grískri fornöld að Egils sögu, þar sem ummerki og birtingarmyndir ástsýkinnar eru skoðaðar sérstaklega. Meginniðurstaðan er að hugmynda- og fagurfræði ástsýkinnar sé órjúfanlegur hluti af táknkerfi og frásagnaraðferð Egils sögu og virki sem hljómbotn ástarsögunnar í verkinu. Auk þess tengist persónusköpun Egils hugmyndinni um ástsýki í gegnum melankólísk einkenni hans með skírskotunum í hugmyndir Aristótelesar um tengsl skáldagáfu og melankólíu. Rakið er hvernig þetta endurspeglast meðal annars í byggingu verksins með miðjusettri stöðu höfuðs Egils í frásögninni. Einnig eru færð rök fyrir líkindum þess að höfundur Eglu hafi þekkt riddarasöguna Tristrams sögu ok Ísöndar og áhrifum þess á verkið lýst. Tjáning ástartilfinninga í Egils sögu er í samræmi við hefðbundna tilfinningatjáningu í Íslendingasögunum þrátt fyrir tengsl verksins við Tristrams sögu. Þau gefa aftur á móti vísbendingu um ritunartíma Egils sögu. Ef reiknað er með Snorra Sturlusyni sem höfundi styðja tengslin hugmyndir fræðimanna um að ritunartími verksins sé á seinni hluta æviskeiðs hans.

Styrktaraðili: 
  • Ritgerðin er unnin í tengslum við rannsóknarverkefnið „Ómur tilfinninga í miðaldabókmenntum“ sem styrkt er af Rannsóknasjóði (nr. 130605-053).
Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Astsyki_i_Eglu.pdf968.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna