is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20946

Titill: 
  • Efnisstefna á vef. Við þurfum ekki meira efni, við þurfum efni sem gerir meira
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Allir vefir búa yfir efni. Efni vefsins er það sem dregur notandann að, fangar athygli hans og leiðir hann áfram í verkefnum sínum á vefnum. Staðreyndin er sú að á 21. öldinni hefur aðgengi að vefnum orðið sífellt einfaldara og betra. Í kjölfar þess hefur flóðbylgja efnis á vefnum skollið á. Efnisstefna er aðferð sem tekst á við þá áskorun að gríðarlegt magns efnis er á vefnum. Hún skilgreinir lykilskilaboð vefsins, markmið þess, tilgang og tryggir að efni vefsins nái árangri. Hún veitir skilning á notendavænu efni með greiningum og rannsóknum og framleiðir efni í samræmi við það. Hún hjálpar einnig til við að þróa raunhæfa og sjálfbæra birtingaráætlun efnis og sér til þess að efni sé viðhaldið. En til þess að glæða hana lífi þarfnast hún jafnvægis milli viðskiptamarkmiða, þarfa notenda, ritstjórnarstefnu, hönnunarlegrar sýnar, upplýsingaarkitektúrs og annarra tæknilegra þátta. Efnisstefna hefur hlotið aukin hljómgrunn á undanförnum árum, þá sérstaklega í Bandríkjunum og mun halda áfram að þróast í takt við breytt vefumhverfi.
    Þessi ritgerð fjallar um grundvallaratriði efnisstefnu á vef, rætur hennar, þróun og helstu fræðimenn. Ritgerðin varpar ljósi á þann efnisheim sem við búum í tengslum við vefinn og hvernig efnisstefna hefur þróað aðferðir og skipulag sem býr til notendavænt efni sem nær árangri. Hún fjallar um vef sem hefur innleitt efnisstefnu með árangursríkum hætti og að lokum er efnisstefna sett í samhengi við íslenskan vefheim.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrún Kristinsdóttir.pdf538.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna