is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20954

Titill: 
  • „Þetta hafa alltaf verið strákar og það hefur alltaf verið vinsælt, þannig af hverju breyta?“ Myndbandaráð og kynjaðar myndbirtingar á vettvangi framhaldsskólans
  • Titill er á ensku "It has always been boys and always been popular, so why change?"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Enn í dag eru aldagamlar hugmyndir um hlutverk kynjanna ráðandi í myndböndum frá myndbandaráðum framhaldsskólanna. Þar fara strákar með öll völd og þær fáu stelpur sem sjást eru oftast kynferðisleg viðföng þeirra.
    Þessi ritgerð, sem byggir á eigindlegri rannsókn, greinir frá upplifunum framhaldsskólanema á skipan í myndbandaráð framhaldsskólanna, á birtingarmyndum kynjanna í myndböndum frá myndbandaráðunum og á birtingu myndbrota á netinu sem tekin eru úr félagslífi þeirra.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvort strákar og stelpur eigi jafna möguleika á því að komast í myndbandaráð; hvort staðalímyndir kynjanna hafi áhrif á það hvernig kynin birtast í myndböndunum og fá innsýn í hvernig framhaldsskólanemar upplifa það þegar einkalíf þeirra er gert opinbert á netinu. Tekin voru fimm einstaklingsviðtöl og þrjú rýnihópaviðtöl við alls 17 nema, átta stelpur og níu stráka, úr sjö framhaldsskólum.
    Niðurstöðurnar sýna að myndbandaráðin eru skipuð strákum í miklum meirihluta þar sem þeim eru eignaðir ákveðnir eiginleikar sem stelpur eru ekki taldar hafa. Upplifanir framhaldsskólanemanna á myndböndum frá myndbandaráðum hafa sterka tilvísun í staðalímyndir kynjanna þar sem gert er ráð fyrir að kynin búi yfir ólíkum eiginleikum. Strákarnir fara með öll aðalhlutverkin og þær fáu stelpur sem birtast eru í lélegum aukahlutverkum sem kynferðisleg viðföng. Sú birtingarmynd sést einnig í öðru myndefni sem tekið er á vettvangi félagslífs framhaldsskólanna, hvort sem það er frá myndbandaráðum eða tekið upp á snjallsíma nemenda. Það er ljóst að hefðbundar staðlímyndir kynjanna eru enn ríkjandi í félagslífi íslenskra framhaldsskólanema.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis is a qualitative study, that analyzes the experiences of college students on how members are appointed to video committees in colleges; on the manifestations of the gender in videos made by the video committees; and the distribution of video clips on the internet taken from the students ́ social life.
    The main purpose of this study is to observe if the stereotypes of the gender influence how the gender appear in the videos and if they have equal opportunities to be appointed to the video committees; and to get an insight into the experiences of college students when their private life is made public on the internet. A total of 17 students, eight girls and nine boys from seven colleges, were interviewed in five personal interviews and three focus group interviews.
    Results show that video committees consist mainly of boys. Boys are considered to have certain characteristics which girls do not. This means that girls do not have as easy an access to join the committees as boys do. College students' experiences have a strong reference to gender stereotypes, where it is assumed that the boys and girls possess different qualities. Boys play all the main roles and the few girls that appear play marginal roles as sexual objects. This manifestation is also apparent in other footages obtained at the scene of college social life, either from the video committees or recorded on students smart devices. It is clear that traditional stereotypes of the gender still dominate college students social life.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel_Magnúsdóttir_MA_júní_2015_lokaskjal.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna