is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20959

Titill: 
  • Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi: Hvað veldur dvínandi kjörsókn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sakir dræmrar kosningaþátttöku ungs fólks í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2014 er meginmarkmið þessarar rannsóknar að varpa ljósi á kosningahegðun ungs fólks á Íslandi og hvað hafi áhrif á dvínandi kjörsókn þess. Kosningarnar voru sérstakar í ljósi þess að heildarkjörsókn var sú minnsta frá lýðveldisstofnun – og einungis um helmingur ungmenna undir 30 ára aldri nýtti þar kosningarétt sinn. Í þessari rannsókn var notast við gögn úr spurningakönnun sem gerð var meðal lýsandi úrtaks Íslendinga stuttu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Kosningahegðun ungs fólks var greind út frá kenningum um hnignandi flokkshollustu og minni tengsla milli almennings og stjórnmálaflokka, sem rannsóknir sýna fram á að skili sér gjarnan í áhugaleysi á hefðbundnum stjórnmálum og neikvæðara viðhorfi til stjórnvalda. Settar voru fram tilgátur um að dræma kosningaþátttöku ungmenna megi rekja til óánægju og vantrausts til sveitarstjórna, sem og áhugaleysis á hefðbundnum stjórnmálum. Einnig var því spáð að ungt fólk fengi mun heldur útrás fyrir stjórnmálaáhuga sinn með óhefðbundnari leiðum en kosningum. Niðurstöður rannsóknarinnar renna stoðum undir þá tilgátu að traust ungmenna til sveitarstjórna hafi áhrif á þátttöku þeirra í kosningum. Þá benda niðurstöðurnar til þess að ungt fólk láti sér ýmsar óhefðbundnar leiðir til stjórnmálaþátttöku litlu skipta, þó það sé raunar í meiri mæli en eldri kynslóðir.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kosningathatttaka_ungs_folks_a_Islandi_BA_ritgerd_Skemman.pdf676.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna