is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20961

Titill: 
  • Lýðræðisstefnur sveitarfélaga. Garðabær, Mosfellsbær og Reykjavík. Tilurð, markmið og árangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna tilurð, markmið og árangur lýðræðisstefna sveitarfélaga. Lýðræðisstefnur eru þekktar í sveitarfélögum nágrannalanda okkar en fyrsta lýðræðisstefnan á Íslandi var sett fram árið 2010. Lýðræðisstefnur Garðabæjar og Mosfellsbæjar voru teknar fyrir ásamt lýðræðisverkefni Reykjavíkur, Betri Reykjavík, sem er sambærilegt lýðræðisstefnunum. Tekin voru viðtöl með hálf opnum spurningum við forsvarsmenn lýðræðisverkefnanna og þau borin saman. Hér er um eigindlega tilviksrannsókn að ræða til þess að öðlast skilning á efninu, þar sem lítið af fyrirliggjandi efni er til um lýðræðisstefnur á Íslandi. Sveitarfélögin komu sjálf fram með tillögur um viðmælendur eftir að haft var samband við þau um að fá að taka viðtöl vegna ritgerðarinnar. Viðmælendurnir höfðu allir einhverja reynslu að lýðræðisstefnunum eða unnu að gerð þeirra. Niðurstöður úr viðtölunum voru bornar saman við helstu kenningar á þessu sviði og þátttökustiga Arnsteins og dr. Gunnars Helga Kristinssonar. Þróun lýðræðisstefnanna er komin skammt á veg og því er lítil reynsla komin af þeim. Ekki liggja fyrir tölfræðilegar upplýsingar um gagnsemi þeirra fyrir íbúa sveitarfélaganna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess eð meginmunurinn á milli þeirra er sá að stefnur Garðabæjar og Mosfellsbæjar eru í þrepi fulltrúalýðræðis samkvæmt þátttökustiga Gunnars Helga sem gefur íbúum sveitarfélagsins rödd en tryggir þeim ekki áhrif með bindandi hætti inn í ákvarðanatökuna. Reykjavík er hinsvegar í þrepi íbúalýðræðis samkvæmt þátttökustiga Arnsteins en er komið í íbúalýðræði samkvæmt þátttökustiga Gunnars Helga. Þannig hefur Reykjavík í afmörkuðum málaflokkum afsalað sér ákvörðunartökuvaldi sínu til íbúa sinna.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýðræðisstefnur sveitarfélaga Ba-ritgerð PDF2.pdf554.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna