is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20967

Titill: 
  • Forkaupsréttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á gildandi réttarreglur um forkaupsrétt í íslensku réttarkerfi. Engin heildarlög gilda um forkaupsrétt og misjafnt er eftir réttarsviðum hversu ítarlegar lagareglur er að finna en almennt eru þær af skornum skammti. Af þeim sökum hafa í dómaframkvæmd mótast almennar, ólögfestar reglur um forkaupsrétt sem stuðst er við þegar skráðum reglum sleppir en í ritgerðinni er einblínt á að rannsaka inntak hinna fyrrnefndu reglna. Þó er einnig gerð grein fyrir lagaákvæðum eftir því sem við á í því skyni að draga upp heildstæða mynd af gildandi rétti. Helsti efniviður ritgerðarinnar er dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Aftur á móti er einnig litið til réttarframkvæmdar í Noregi og Danmörku þegar íslenskar réttarheimildir og skrif fræðimanna veita ekki skýr svör við einstökum álitaefnum. Er einkum litið til dómaframkvæmdar Hæstaréttar Noregs í því samhengi.
    Ritgerðin skiptist í reynd í þrjá hluta. Í þeim köflum sem mynda I. hluta verksins er vikið að ýmsum almennum atriðum er lúta að forkaupsrétti, s.s. inntaki réttarins, uppruna og þróun reglna um forkaupsrétt og samspili forkaupsréttar við nokkrar af grundvallarreglum eigna- og samningaréttar. Efnisatriði II. hluta ritgerðarinnar eru þungamiðja hennar en þar er fjallað um það hvenær og hvernig unnt sé að neyta forkaupsréttar. Meðal annars er vikið að því í hvaða tilvikum forkaupsréttur verði virkur, þ. á m. hvaða áhrif það hafi sé unnt að leiða að því líkur að aðilar hafi ráðstafað eign á tiltekinn hátt í því skyni að sniðganga forkaupsrétt sem hvílir á eigninni. Í köflum III. hluta ritgerðarinar er fjallað um atriði sem tengjast brottfalli forkaupsréttar en einnig er vikið að því með hvaða hætti aðilar geta leitað réttar síns telji þeir að á honum hafi verið brotið. Að lokum eru helstu niðurstöður dregnar saman og bent er á ýmsar leiðir sem eru færar til að draga úr réttaróvissu um forkaupsrétt.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞH - Forkaupsréttur.pdf883.83 kBLokaður til...31.12.2135HeildartextiPDF