is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20969

Titill: 
  • „Ég er bara ég á mínum eigin forsendum.“ Óhefðbundið starfsval kvenna: stuðningur og starfsfræðsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var upplifun og reynsla kvenna sem farið hafa í störf þar sem karlmenn eru í meirihluta skoðuð. Gerð var eigindleg rannsókn sem byggði á viðtölum við 11 konur sem unnu í skemmri eða lengri tíma í störfum sem teljast óhefðbundin fyrir konur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að stuðningur vinnufélaga skipti mestu máli varðandi upplifun og reynslu kvennanna úr starfi. Flestar þurftu að sanna starfsgetu sína áður en þær fengu þennan stuðning. Viðmælendur töldu þörf á því að draga úr staðalmyndum tengdum störfum, að störf væru kynnt út frá þeirri hæfni sem þarf til þess að sinna þeim og að draga þyrfti úr kynjaðri umræðu. Starfsfræðsla ætti að vera kerfisbundin, markviss og framkvæmd af þeim sem hlotið hafa menntun og þjálfun í faginu. Starfsfræðsla ætti að ganga þvert á skólastig, hefjast snemma og þyrfti einnig að ná til foreldra og atvinnulífsins. Aukin starfsfræðsla væri til þess fallin að draga úr fordómum og staðalmyndum tengdum störfum. Þannig væri hægt að stuðla að jákvæðu viðmóti á vinnumarkaði óháð kyni eða starfsvali.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this qualitative research is to explore the experience of women who have worked in male dominant workplaces. Open semi-standardized interviews were conducted on eleven women who have had non-traditional jobs. Results show that support from work colleagues greatly impacts how the women experienced their non-traditional job. Most of the women needed to prove themselves as workers before they were afforded that support. The women expressed that they believed it was important to reduce job related stereotypes, that jobs should be presented based on the skills needed for that particular job and that gender should not be a factor in discussions about jobs. Career education needed to be systematic, focused and carried out by a specialist in career education. It should start early and continue across school levels. Parents and the work force should be included in career education. By doing this prejudice and stereotypes related to jobs could be reduced and people could experience a positive attitude from society regardless of their career choice.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ma_sandrahlingudmundsdottir.pdf958.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna