is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20972

Titill: 
  • Sameiginleg velferð allra? Veraldlegar aðstæður í hnattvæddum heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er vitað mál að veraldlegar aðstæður fólks í heiminum eru mismunandi en hvernig stendur á því að fólkið í „suðri“ hefur það oft í umtalsverðum mæli verra en fólkið í „norðri“ þegar kemur að tækifærum og mannréttindum í hnattvæddum heimi? Ástæðurnar eru margþættar og í ritgerðinni verður athyglinni beint að nokkrum áhrifaþáttum hvað þetta varðar en þeir eru meðal annars: hagkerfi heimsins, hnattvæðingin og framleiðslu- og neysluhættir okkar í „norðri“. Sem sýnidæmi um hnattrænan iðnað kem ég til með að fjalla sérstaklega um fataiðnaðinn og bág kjör verkafólksins í „suðri“. Ég tel að þau málefni sem snúa að mannréttindabrotum á samferðafólki okkar í heiminum ættu að standa okkur öllum nærri. Með umfjöllunarefni ritgerðarinnar vil ég undirstrika þá samfélagslegu ábyrgð sem við í „norðri“ berum gagnvart verkafólki í „suðri“. Tækniþróun síðastliðinna áratuga gerir okkur ekki aðeins kleift að nálgast upplýsingar um þessi brýnu málefni, heldur veitir þróunin okkur einnig aðgengi til þess að tjá okkur opinskátt um þau á samfélagsmiðlum og sömuleiðis í fjölmiðlum um stóran hluta heimsins. Þannig skapast orðræða sem getur opnað augu margra en kraftur neytenda getur verið mikill. Verkafólk á rétt á öruggu vinnuumhverfi, mannsæmandi launum og almennum réttindum. Í ritgerðinni verða ákveðin hugtök úr tilvistarmannfræði höfð að leiðarljósi en þau snúast í grófum dráttum um það hvernig við skiljum, hugsum og nálgumst tilveru okkar og hvernig við aðhöfumst útfrá þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    It is a well-known fact that citizens of this earth live under extremely diverse and, in many instances, adverse circumstances. A question worth exploring is why inhabitants of the Southern hemisphere seem to be exposed to more poverty, hardship and an over-all lack of human rights and opportunities when compared to their Northern counterparts? The reasons behind this development are multiple and complex. This paper will focus on uncovering some of the factors that have influenced this cultural and economic divide, such as the world economy, globalization and Northern production and consumption habits. A relevant example of a global industry that touches people on both sides of the equator is the clothing industry, with its mass production for high end markets and inhumane wages and working conditions. I believe that human rights violations against fellow human beings should be a real concern to all of us, especially those of us that have the privilege to facilitate a conversation and implement change. With this paper I want to underline our collective responsibility to those who don’t have a voice. Technological advancements of recent decades have not only provided us with unprecedented access to information about the issues of devalued populations but also increased opportunity to voice our concerns through social media and digital media channels so they are heard world round. This can create a dialogue to shed light on this serious issue and affect change through information, creating responsible and socially responsible consumers out of ignorant ones. Factory workers are entitled to a safe and stable work environment, livable wages and basic human rights.
    The paper uses certain concepts from existential anthropology to guide the conversation. In general, they relate to how we understand, think and approach our existence through daily action.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veralindalgudnadottir-lokaritgerd.pdf483.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna