is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20988

Titill: 
  • Nauðasamningar fjármálafyrirtækja í kjölfar slitameðferðar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 með síðari breytingum segir að slitameðferð fjármálafyrirtækja geti lokið með eftirfarandi hætti: Að láta fjármálafyrirtæki í hendur hluthafa á nýjan leik; að fara í nauðasamningsumleitanir við kröfuhafa eða að krefjast gjaldþrotaskipta á búi fjármálafyrirtækisins. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er úrræðið nauðasamningsumleitanir fjármálafyrirtækja í kjölfar slitameðferðar. Nauðasamnings-umleitanir er eitt af þremur úrræðum sem koma til greina við slit á fjármálafyrirtæki í kjölfar slitameðferðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Almennar reglur um nauðasamninga er að finna í lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991, með síðari breytingum (hér eftir nefnd lög um gjaldþrotaskipti o.fl. eða gþl.), en auk þess er að finna sérreglur um nauðasamninga fjármálafyrirtækja í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, með síðari breytingum (hér eftir nefnd lög um fjármálafyrirtæki eða lff.). Umfjöllun um nauðasamningsumleitanir fjármálafyrirtækja er byggð á reglum laga um gjaldþrotaskipti og reglum laga um fjármálafyrirtæki, nema annað sé tekið fram. Reynt verður að svara þeirri spurning hvað felst í nauðasamningi fjármálafyrirtækja í kjölfar slitameðferðar.
    Í ritgerðinni verður í stuttu máli fjallað um fall íslensku bankanna og efnahagshrunið ásamt setningu neyðarlaganna og ástæður þeirrar lagasetningar. Farið verður yfir þær reglur sem gilda við slitameðferð fjármálafyrirtækja, lög um fjármálafyrirtæki og þróun þeirra. Í framhaldinu verður fjallað um starfsemi skilanefnda, hlutverk þeirra og skyldur, hæfi skilanefndarmanna, starfslok þeirra og loks kostnað af þeim. Þá verður fjallað um slitastjórnir og hlutverk þeirra, hlutverk við meðferð krafna, hæfi slitastjórnarmanna, ágreining um störf slitastjórnar, réttindi og skyldur og loks ábyrgð slitastjórna. Einnig verður fjallað almennt um nauðasamninga, farið yfir til hvaða krafna nauðasamningar taka og hvaða kröfur falla utan samninga. Því næst verður fjallað um áhrif nauðasamnings á samningskröfur, bæði lögbundin áhrif og samningsbundin áhrif. Þá verður farið yfir framkvæmdina á nauðasamningum, innköllun og meðferð krafna, áhrif kröfulýsingar og vanlýsingaráhrif. Loks verður fjallað um frumvarp að nauðasamningi, hvaða atriði þurfa að koma fram í frumvarpinu, hlutverk og skyldur slitastjórna, hæfi, ágreining um störf þeirra og loks skaðabótaábyrgð þeirra.
    Þá verður fjallað almennt um nauðasamninga og þær reglur sem gilda um þá, kröfur sem áhrif nauðasamnings taka til og áhrif nauðasamninga á samningskröfur. Jafnframt verður fjallað um framkvæmd nauðasamnings, innköllun og meðferð krafna, kröfulýsingarfrest og vanlýsingaráhrif. Einnig verður fjallað um frumvarpið almennt, hvað þurfi að koma fram í því, meðferð nauðasamningsbeiðnar hjá skiptastjóra, hverjir eiga atkvæðisrétt, hvernig atkvæðagreiðsla fer fram, hvaða reglur gilda um atkvæðagreiðsluna og hversu hátt hlutfall atkvæða þarf að til að samþykkja nauðasamningsfrumvarp. Fjallað verður sérstaklega um þær lagabreytingar sem snúið hafa að nauðasamningum í gþl. og lff. og varða atkvæðagreiðslur og hvaða markmið og tilgangur liggja þar að baki. Jafnframt verður skoðað hvort einhverjar sérreglur gildi um atkvæðagreiðslur fjármálafyrirtækja. Að lokum verður fjallað um staðfestingu nauðasamnings og réttaráhrif staðfestingar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarki Þór Runólfsson.pdf639 kBLokaður til...05.05.2070HeildartextiPDF