is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/209

Titill: 
  • Að starfa sem hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá fram viðhorf hjúkrunarfræðinga til starfa sinna á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni m.t.t. fjarlægðar frá hátækni sjúkrahúsum, fjölbreytni og ábyrgðar í starfi. Störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni eru margvísleg og hjúkrunarfræðingar þurfa að búa yfir víðtækri grunnþekkingu á öllum sviðum hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar í dreifbýli finna oft fyrir einangrun en endurmenntun og notkun nútíma tækni eru liðir í að draga úr henni.
    Við rannsóknina var notað lýsandi snið megindlegra rannsókna. Mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti sem þróaður var af rannsakendum. Í úrtakinu voru allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni með starfsemi alla virka daga þar sem íbúafjöldi er undir 2.500 manns. Úrtakið var alls 62 hjúkrunarfræðingar af 33 heilsugæslustöðvum af landinu öllu. Spurningalisti var sendur með tölvupósti til allra hjúkrunarforstjóra viðkomandi heilsugæslustöðva sem komu honum til hjúkrunarfræðinganna í úrtakinu.
    Flestir hjúkrunarfræðinganna voru á aldrinum 40-50 ára og var meðalstarfsaldur 16,5 ár. Stór hluti hjúkrunarfræðinganna sagðist finna fyrir faglegri einangrun en þó virðist sem sjúkrahús í heimabyggð hafi ekki afgerandi áhrif á þá upplifun. Helmingur þátttakenda sagðist finna fyrir einangrun vegna skorts á samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Rannsóknin leiddi í ljós að starf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu á landsbyggðinni er ábyrgðarfullt starf og var það að vera eini hjúkrunarfræðingurinn á svæðinu oftast nefnt í því samhengi. Fjölbreytileiki var oftast nefndur sem krefjandi þáttur starfsins. Það er jákvætt hvað hjúkrunarfræðingarnir nýta vel nútíma tækni til samskipta því það getur verið liður í að draga úr einangrun.
    Lykilhugtökin voru landsbyggð/dreifbýli, heilsugæslustöðvar, hjúkrunarfræðingar, hlutverk, menntun og reynsla.

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
landsb.pdf2.51 MBOpinnAð starfa sem hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu á landsbyggðinni - heildPDFSkoða/Opna