is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21025

Titill: 
  • Skil raunveruleikans og kenninga: Staða félagsvísindanna og notkun Noam Chomskys á kenningarhugtakinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitast við að greina skil raunveruleikans og kenninga í félagsvísindum og meta stöðu þeirra eins og þau eru stunduð í dag. Fjallað er um áhrif mismunandi aðferðafræði félagsvísindamanna á rannsóknir þeirra út frá þeirri forsendu að gildismat fræðimanna eigi ekki rétt á sér innan vísinda. Skoðað er hversu vel kenningar eða tilgátur fræðimanna endurspegla raunveruleikann og er það gert með tvennum hætti: 1) Með því að greina orðsifjar orðsins teoría ('kenning') og bera saman aðferðafræði félagsvísindarannsókna við þá sem stuðst er við í rannsóknum raunvísindanna. 2. Með því að greina hvaða forsendur kenningaskólanir gefa sér um eðli mannsins og aðferðafræði þeirra greind út frá sjónarmiði framstefnumanna. Einblínt er á stjórnmálafræðina og ríkjandi kenningaskóla innan hennar vegna óæskilegra áhrifa sem niðurstöður þeirra geta haft á pólitíska gerendur séu rannsóknir þeirra rangar. Einnig vegna þess hve skýrt gildismat rannsakanda getur endurspeglast í ákvörðun um rannsóknarefni sem og þeirri nálgun sem þeir kjósa að styðjast við.
    Þá er fjallað um fræðimenninna Noam Chomsky og Michel Foucault vegna ólíkra hugmynda þeirra um eðli mannsins og aðferðafræðilegrar nálgunar á vísindi. Leitast er eftir því að greina ástæður fullyrðingar Chomskys um að pólitísk greining á samtíma atburðum eigi ekki rétt á að kallast vísindi og hvers vegna hann neitar að kalla skrif sín um félagsleg málefni, sem þó státa af innra samræmi, kenningu.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skil raunveruleikans og kenninga Arnar Arnarson.pdf824.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna