is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21028

Titill: 
  • „Þú þarft ekkert að breyta uppskriftinni að Coca-Cola bara af því að það þarf að setja dass af meira kvenkyni í það.“ Rannsókn á umhverfi og upplifun tónlistarmanna á Íslandi: Eru tækifæri allra jöfn?
  • Titill er á ensku "You don’t need to change the recipe for Coca Cola just because you need an extra dash of the female in it." The environment and the perceptions of musicians in Iceland: Do we all have an equal opportunity?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um umhverfi og upplifun tónlistarmanna á Íslandi. Megintilgangur hennar er að að greina hvað í menningu tónlistarmanna jaðarsetur tónlistarkonur. Niðurstöðurnar eru settar í samhengi við hugmyndir um karlmennsku og kvenleika, kynímyndir og staðalímyndir auk hugtaka Bourdieu um veruhátt, menningarauð, fagurfræði og smekk. Rannsóknin, sem er eigindleg, skoðar reynslu og upplifun nítján tónlistarmanna, karla og kvenna, auk þess að greina orðræðu fimm lykilmanna innan tónlistariðnaðarins á Íslandi. Það er gert til þess að fá innsýn í reynsluheim tónlistarmanna og það umhverfi sem mótar upplifun þeirra.
    Niðurstöður benda til þess að erfitt sé fyrir konur að sækja sér hlutdeild í menningarauði þar sem þær þurfa ýmist að tileinka sér karllægni iðnaðarins eða eru jaðarsettar fyrir að ögra ríkjandi menningu. Karllægur smekkur mótar fagurfræði markaðarins og skapar ríkjandi viðmið. Meðvitund um kynjaða mismunun og ólíkar birtingarmyndir hennar er lítil meðal þeirra sem búa að menningarauði tónlistariðnaðarins þar sem gagnrýni á karlaslagsíðuna er oft talin óvægin og ósanngjörn. Gauramenning ráðandi karlmennsku er eitt af því sem viðheldur undirskipun tónlistarkvenna. Tókenismi er algengur þar sem kynjuð viðskeyti eru notuð um tónlistarkonur. Konur eru gjarnan settar í hlutverk skraufjaðra auk þess sem litið er framhjá gerendahæfni kvenna og gert er ráð fyrir þekkingarskorti þeirra og áhugaleysi. Loks hafa samfélagslegar hugmyndir um móðurhlutverkið mikil áhrif á jaðarsetningu tónlistarkvenna auk dulinna og sýnilegra fordóma.
    Rýmisaukning og valdeflandi kvennarými þar sem krítískir gerendur herja á yfirráðasvið tónlistariðnaðarins er ein leið til aukins jafnréttis innan tónlistariðnaðarins á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The environment and the perceptions of musicians in Iceland is the topic of this research paper. The main purpose is to analyse how the music industry’s culture contributes to the marginalisation of female musicians. The conclusions are put in the context of ideas of masculinity and femininity, gender roles and stereotypes, as well as Bourdieu’s concepts of habitus, cultural capital, aesthetics and taste. The research, which is qualitative, explores the experiences and perceptions of nineteen musicians, male and female, and analyses the discourse of five key persons within the music industry in Iceland. This is done to gain insight into the lifeworld of musicians and the environment that shapes their perceptions.
    The conclusions suggest that women find it harder to gain access to cultural capital since they either need to adapt to the male values of the industry or else be marginalised for challenging the dominant culture. Male values shape the aesthetics of the market and create dominating criteria. Awareness of gendered discrimination and its various manifestations seems low amongst those who have access to the cultural capital of the music industry. Criticism of its male dominance is often said to be unfair and relentless. Lad culture, characterised by male dominance, is a decisive factor in maintainin the subordination of female musicians. Tokenism, where sexualised adjunctions are used about female musicians, is common and they need to work hard on proving themselves. Women are often featured as accessories, their abilities and willingness to perform questioned. Furthermore, social ideas of motherhood contribute to the marginalisation of female musicians, not to mention hidden and evident prejudice.
    The expansion of space and the creation of empowering female space, where critical motivators attack the dominating field of the music industry, is one way of increasing equality within the music industry in Iceland.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lára Rúnarsdóttir_MA.pdf452.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna