is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21029

Titill: 
  • Rafrænt einelti meðal barna og unglinga og notkun samfélagsmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þær hættur sem felast í aukinni netnotkun barna og unglinga sem getur leitt til rafræns eineltis. Ritgerðin er heimildaritgerð og í henni verður fjallað um einelti, tengsl við félagsnámskenninguna ásamt afleiðingum eineltis á börn og unglinga. Rafrænt einelti verður sérstaklega skoðað, fjallað um samfélagsmiðla á netinu, niðurstöður kannana á notkun netmiðla og hver sé ábyrgð samfélagsins. Rafrænt einelti fer fram á netinu en með Internetinu skapaðist vettvangur fyrir aukin samskipti og um leið varð til nýr vettvangur fyrir beitingu eineltis á meðal ungs fólks. Samkvæmt félagsnámskenningunni (e. social learning theory) læra börn og unglingar af samfélaginu ásamt því að samspil einstaklingsins, umhverfis og hegðunar er samofið. Því er afar mikilvægt að þær stofnanir sem koma að uppeldismálum, hvort sem það eru skólarnir eða heimilin, leggi sig fram í að fræða og upplýsa börn og unglinga um afleiðingar eineltis og umgengnisreglur á netinu. Helstu niðurstöður rannsókna eru að afleiðingar eineltis geti haft alvarlegar afleiðingar á andlega heilsu barna og unglinga og langvarandi einelti getur leitt til kvíða og þunglyndis á fullorðinsárum. Niðurstöður rannsókna benda einnig til mikilvægi fræðslu og forvarna og að fylgni sé á milli rafræns eineltis og eineltis í skólanum. Ábyrgð samfélagsins er því mikil í að vinna að forvörnum gegn þeim skaðvaldi sem eineltið er.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Unnur Birna.pdf437.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna