is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21039

Titill: 
  • Titill er á ensku Vǫlsungsrímur: A New English Translation with Commentary and Analysis
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vǫlsungsrímur er rímnaflokkur frá 14du öld sem byggjast á Vǫlsunga sögu, á Prólógusi og Gylfaginningu Snorra Eddu, auk Ynglinga sögu. Rímurnar eru sex og vísurnar 279 alls. Talið er að Kálfr Hallsson hafi ort þær, eða Kálfr Skáld. Hann er annars óþekkt skáld sem þó er vitað að hafi samið Kátrinardrápu, sem er helgikvæði í dróttkvæðum hætti. Skáldið sem orti Vǫlsungsrímur byggir frásögn sína á fyrstu átta köflum Vǫlsunga sögu, en styðst í fyrstu rímunni haganlega við margs konar efni úr verkum Snorra Sturlusonar þar sem hann lýsir því hvernig æsir beittu brögðum til að verða að guðum.
    Finnur Jónsson gaf út Vǫlsungsrímur í byrjun 20. aldar en annars hafa fræðimenn lítt sinnt þessu áhugaverða kvæði. Í ritgerðinni eru rímurnar þýddar á ensku í óbundið mál, ásamt spássíuskýringum á heiti og kenningum. Bragreglur um stuðla, höfuðstafi og innrím valda því að erfitt er að fylgja þeim í þýðingu á erlent mál án þess að merking glatist alveg. Því er þessi þýðing hugsuð sem hjálp fyrir þá sem vilja njóta kvæðisins á frummálinu en ekki sem sjálfstætt bókmenntaverk.
    Þýðingunni fylgja nákvæmar skýringar og greining. Gefið verður stutt yfirlit um rannsóknir á rímum ásamt umfjöllun um viðtökur fræðimanna á bókmenntagreininni. Kvæðið er greint með tilliti til helstu viðfangsefna, hvernig skáldið nýtir heimildir sínar, en einnig verður reynt að skilja það í samhengi samtíma síns. Niðurstaðan er sú að í Vǫlsungsrímum víkur skáldið frá heimildum sínum til að undirstrika þemun svik á trausti og falsguði. Sýnt er fram á að kvæðið endurspeglar umræður í samtíma skáldsins og átök um réttmætt vald. Nánar tiltekið endurspegla Vǫlsungsrímur átök um völd milli goða og kirkju, milli norskrar og íslenskrar kirkju og áhyggjur Íslendinga um norskt konungsvald.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hannah Hethmon MA Thesis Völsungsrímur.pdf863.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna