is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21054

Titill: 
  • Er grundvöllur fyrir stofnun atvinnumiðlunar fyrir öryrkja á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir stofnun atvinnumiðlunar fyrir öryrkja á Íslandi. Verkefnið lýtur að ýmsum þáttum sem snerta stofnun slíks fyrirtækis og mun vonandi leggja grunninn að stofnun atvinnumiðlunarinnar.
    Sérstaða viðskiptahugmyndarinnar felst í því að miðlunin yrði eina fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi, þar sem einstaklingsmiðuð aðstoð er veitt öryrkjum í atvinnuleit. Þörf fyrir þjónustu af þessu tagi er mikil en 79% öryrkja á Íslandi eru atvinnulaus, þrátt fyrir að Ísland tróni efst á lista OECD ríkja yfir atvinnuþátttöku. Mikilvægt er að virkja þessa einstaklinga og ljóst að þeir geta og vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
    Staða öryrkja á vinnumarkaði í dag var vandlega könnuð. Stuðst var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi styttri viðtala við nokkra aðila. Erlendar fyrirmyndir voru rannsakaðar með það fyrir augum að finna þekkingu og reynslu sem hægt er að nýta í sambærilegri starfsemi hérlendis. Næst voru gerðar SVÓT og PEST greiningar í þeim tilgangi að greina markaðsaðstæður og það rekstrarumhverfi sem fyrirtækið kemur til með að starfa í.
    Megindleg markaðsrannsókn í formi spurningakönnunar var framkvæmd meðal valdra fyrirtækja. Markmið hennar var að kanna áhuga á samstarfi og viðskiptum við atvinnumiðlun öryrkja og jafnframt hvað gæti gert slík viðskipti eftirsóknarverð fyrir fyrirtæki.
    Að lokum voru niðurstöðurnar dregnar saman. Helstu niðurstöður eru þær að grundvöllur er fyrir stofnun sérstakrar atvinnumiðlunar fyrir öryrkja á Íslandi. Viðhorf fyrirtækja til ráðninga öryrkja er almennt jákvætt en einkennist af þekkingarleysi. Það verður eitt helsta verkefni atvinnumiðlunarinnar að bæta þekkingu aðila vinnumarkaðarins á hæfni og fjölbreytni öryrkja.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín_Pétursdóttir_BS.pdf757.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna