is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21057

Titill: 
  • Við erum búnir að missa karlmennskunna okkar! Ha? Er það hægt? Mannfræðileg nálgun á hugtakið karlmennska
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið karlmennska er oft notað á einfaldan hátt í samskiptum einstaklinga sem getur leitt til þess að karlmennska lítur þá út fyrir að vera eitthvað sem er afmarkað, bundið og kyrrstætt. Fræðimenn hafa þó sýnt fram á að hugtakið er mun flóknara en svo og það er í stöðugri mótun í tíma og rúmi og út frá því skapast ýmsar gerðir karlmennskuímynda. Reglulega heyrir maður talað um að karlar séu að missa karlmennsku sína, en hvað er átt við með því? Markmið þessa ritgerðar er því að svara eftirfarandi spurningu, er hægt að missa karlmennskunna? Einnig er leitast eftir að komast sem næst því hvað felst í hugtakinu, hvert sögulegt samhengi þess er og hvernig það tengist samfélagslegu fyrirkomulagi kynjanna. Stuðst verður við mannfræðilega og femíníska þekkingarfræði en báðar nálganir hafa verið mjög gagnlegar í rannsóknum á kynjakerfum samfélaga. Hér verður farið um víðan völl og fjallað um skilgreiningar ýmissa fræðimanna sem og hvernig tekist hefur verið á við hugtakið karlmennska innan fræðaheimsins og í almennri umræðu.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A-rigerð-AHO-lokaút.pdf525.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna