is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21063

Titill: 
  • Birtingarmyndir ofbeldis í íslenskum kvikmyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er birtingarmynd ofbeldis í íslenskum kvikmyndum árið 2013. Megin tilgangur er að rýna í birtingarmyndir ofbeldis og varpa ljósi á það. Eigindlegum rannsóknaraðferðum er beitt og kvikmyndirnar eru greindar með tilliti til eftirfarandi þátta: hver beitir hvern ofbeldi, hvernig ofbeldi birtist og hver er ástæðan fyrir ofbeldinu. Þegar líða tók á rannsóknina fór áhugi minn að beinast að þeim kynjamynstrum sem birtust í ofbeldisatriðum kvikmyndanna. Að auki langaði mig að skoða að hve miklu leyti myndirnar endurspegluðu íslenskan veruleika, og því bar ég saman niðurstöður úr rannsókninni við afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra.
    Niðurstöður rannsóknar benda til þess að ofbeldi í íslenskum kvikmyndum er mjög karllægt. Karlmenn eru oftast bæði gerendur og þolendur, karlmenn beittu oftast karlmenn ofbeldi, karlmenn beittu oftast algengasta ofbeldistilvikinu sem var tækla/hrinda og karlmenn beittu oftast ofbeldis við algengustu ástæðuna sem var reiði. Það er margt í rannsókn minni sem rýmar við afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra en einnig margt sem rýmar ekki þegar kom að því að skoða að hve miklu leyti myndirnar endurspegluðu íslenskan veruleika. Það sem rýmaði best var kynjahlutfall kærðra en það sem rýmaði verst voru kynferðisbrot.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð loka.pdf746.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna