is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21116

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Stefna íslenskra endurskoðunarfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða ávinning íslensk endurskoðunarfyrirtæki sem og önnur fyrirtæki njóta með því að setja sér og fylgja eftir stefnu um samfélagslega ábyrgð. Umræðan um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist til muna síðustu ár. Gerðar eru meiri kröfur til fyrirtækja en að þau leggi einungis áherslu á hagnað.
    Endurskoðunarfyrirtækin á Íslandi taka út stjórnunarhætti fyrirtækja sem þau eiga í viðskiptum við og þar er samfélagsleg ábyrgð m.a. til umræðu.
    Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 glötuðu mörg íslensk fyriræki sem starfa á fjármálamarkaði trúverðugleika sínum fyrir almenningi. Það getur verið erfitt að byggja upp glatað traust en ein leið sem fyrirtæki geta farið er að vera ábyrg í störfum sínum og gagnvart samfélaginu.
    Þrjú endurskoðunarfyrirtæki voru skoðuð, Deloitte, PricewaterhouseCoopers (PwC) og KPMG, en þau eru öll hluti af stórum alþjóðlegum fyrirtækjum og er framsetning þeirra á samfélagslegri ábyrgð fjölþætt. Þau eru með skýra stefnu og nýta stærð fyrirtækisins og þekkingu til að gefa sem mest af sér til samfélagsins. Endurskoðunarfyrirtækin sem starfa hér á Íslandi eru svo að vinna í því að aðlaga þessa stefnu að starfsumhverfi sínu.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin loka (2).pdf621.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna