ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2115

Titill

Áhugi og hvatar í enskunámi : niðurstöður úr eigindlegri rannsókn

Leiðbeinandi
Útdráttur

Í þessari rannsókn var skoðað að hvaða marki áhugi og hvatar geta haft áhrif á getu nemenda tíunda bekkjar í ensku. Gerð var eigindleg rannsókn og tekin sex viðtöl við nemendur. Í fræðilegri umfjöllun eru rannsóknir og kenningar á viðfangsefninu kynntar og skoðað hvað helstu fræðimenn efnisins hafa að segja um þátt áhuga og hvata í tungumálanámi. Í aðferðafræðikaflanum er fjallað um rannsóknaraðferðina, þátttakendur í rannsókninni, hvernig rannsóknin var framkvæmd og hvernig unnið var úr þeim gögnum sem lágu til grundvallar. Einnig voru siðferðilegir þættir skoðaðir. Niðurstöðukaflanum er skipt niður í þrjá hluta þar sem fyrst eru bornar saman niðurstöður úr viðtölunum, síðan er upplifun viðmælendanna af ensku skoðuð og áhugi og tilgangur þeirra með enskunáminu athugaður. Að lokum eru niðurstöðurnar ræddar og tengdar þeim rannsóknum og kenningum sem fram koma í fræðilega hluta ritgerðarinnar ásamt þeim atriðum í niðurstöðum sem rannsakanda fannst sérstaklega merkilegar.
Í stuttu máli má segja að áhugi og hvatar hafa vissulega áhrif á getu íslenskra nemenda í ensku og þá sérstaklega framtíðarmarkmið nemendanna og hæfileiki þeirra til að sjá tilgang með náminu. Einnig spila aðrir þættir mikilvægt hlutverk svo sem tengsl nemendanna við enskumælandi ættingja og vini og tækifæri sem þeir hafa til að nota tungumálið.

Athugasemdir

B.Ed. í grunnskólakennarafræði

Samþykkt
1.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Microsoft Word - L... .02.pdf341KBOpinn Áhugi og hvatar í enskunámi-heild PDF Skoða/Opna