is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21150

Titill: 
  • Tengdir aðilar á markaði: Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar
  • Titill er á ensku Related Parties: A Comparison of Definitions and Icelandic Legal Provisions
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið tengdir aðilar er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er hugtakið skoðað og í kjölfarið eru tekin saman mismunandi ákvæði íslenskra laga sem fjalla um það. Mörg lagaákvæði skilgreina hugtakið og eru skilgreiningarnar margbreytilegar þar sem hugtakið kemur fram við ólíkar aðstæður. Því næst eru ákvæði alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna tekin fyrir og er það niðurstaða höfundar að þau henta betur en lagaákvæði við almenna skilgreiningu á hugtakinu. Staðlarnir útlista á einum stað öll tilvik sem gera það að verkum að aðilar teljast tengdir og greina á milli hvort verið sé að meta einstakling eða félag, sem auðveldar lesendum að komast að niðurstöðu í hverju tilfelli. Gerður er samanburður á mismunandi skilgreiningum á hugtakinu sem finna má í ofangreindum heimildum, þ.e. íslenskum lögum og alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum, en auk þess er fjallað um lagaákvæði og aðrar kröfur sem gerðar eru til félaga og varða tengda aðila. Einna helst er um að ræða kröfur um skýringar á tengdum aðilum í ársreikningi, ákvæði um viðskipti á milli tengdra aðila og eftirlit með þeim. Íslenskum lögum ber að mestu saman við alþjóðlegu reikningsskilastaðlana hvað varðar skýringarkröfur til félaga en þó gera staðlarnir oft ríkari kröfur. Það sem oftar en ekki einkennir viðskipti tengdra aðila er að samningsstaða þeirra er betri en annarra viðskiptamanna, t.d. er varðar verðlagningu í viðskiptum, vegna þeirra tengsla sem eru til staðar. Vegna þessa er að finna fjölmörg ákvæði í íslenskum lögum er varða viðskipti tengdra aðila og eftirlit með þeim en þörf er á að hafa eftirlit með því að kjör í viðskiptunum séu sambærileg þeim sem eru milli ótengdra aðila. Ef svo er ekki kemur það niður á öðrum hagsmunaaðilum félagsins og trausti markaðarins. Að lokum eru skoðuð nokkur dæmi úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja með tilliti til hvernig þau gera grein fyrir tengdum aðilum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kateryna_Hlynsdottir_BS.pdf908.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna