is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21169

Titill: 
  • Hrörnum og hverfum: Leikrit. Rökrásin: Útvarpsleikrit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hrörnum og hverfum
    Verkefni þetta er lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist við Háskóla Íslands. Verkefnið er handrit að leikriti í fullri lengd sem ber nafnið Hrörnum og hverfum.
    Inni í lokuðum heimi, þar sem er annað hvort slökkt eða kveikt á ljósinu, standa dyrnar opnar og snjóar inn. Þar búa systurnar Gyða og Rakel ásamt móður sinni. Rakel og mamma elska sama manninn, vegalausan elskhuga sem hefur flutt inn á þær. Í heimi þar sem dagarnir eru mislangir og augun eru lokuð og opin til skiptis er hættulegt að lifa.
    Rökrásin
    Rökrásin er lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist við Háskóla Íslands. Verkefnið er handrit að útvarpsleikriti sem var frumflutt í Útvarpsleikhúsi RÚV september 2014.
    Eldri hjón, sem hafa ekki farið út úr húsi í þrjátíu ár, ákveða að opna ólöglega útvarpsstöð heima hjá sér. Þau gefa henni nafnið Rökrásin og er hún í loftinu núna. Opið er fyrir símann allan sólarhringinn og inn hringja sálir, pör sem eiga það sameiginlegt að vera föst í samböndum og hringrás árstíða. Hjónin hlusta á þá sem hringja inn, þau þekkja angistina og einmanaleikann, enda eru þau þú. Þau þekkja þig í sjálfum sér. Þjáningin knýr þau til góðra verka, eða hvað?

Athugasemdir: 
  • Diskur fylgir með prentaða eintakinu sem er varðveittur í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Magnadóttir.pdf592.74 kBLokaður til...01.01.2044HeildartextiPDF