is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21174

Titill: 
  • Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði: Samræmi á milli menntunar og starfa háskólamenntaðs fólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ofmenntun (e. overeducation) hefur nýlega hlotið mikla athygli á meðal fræðimanna en hefur ekki enn hlotið samhljóða skilgreiningu eða greiningarviðmið. Þar að auki virðist ofmenntun aldrei hafa verið könnuð á íslenskum vinnumarkaði. Markmið þessarar ritgerðar var því að gera grein fyrir ofmenntun út frá erlendum rannsóknum og kanna eðli hennar og algengi á íslenskum vinnumarkaði. Úrtak rannsóknarinnar var hentugleikaúrtak 739 einstaklinga sem voru með háskólamenntun og í launaðri vinnu á Íslandi. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 710, þar af voru 143 karlar og 562 konur. Hugtakið ofmenntun samkvæmt þessari ritgerð er þegar sérþekking fólks úr námi nýtist ekki í starfi. Greiningarviðmið höfundar byggðist að mestu leyti á viðmiði Chevalier (2003). Niðurstöður rannsóknar sýndu að um það bil 19,3% þátttakenda voru ofmenntaðir. Þegar tengsl ýmissa þátta við ofmenntun voru skoðuð mátti meðal annars sjá að ofmenntun tengdist ungum aldri þátttakenda og því að vera ógiftur eða ekki í sambúð. Einnig fundust tengsl á milli ofmenntunar og lægri meðaleinkunnar og þess að útskrifast af hugvísindasviði. Starfsmenn einkarekinna fyrirtækja voru einnig líklegri til að vera ofmenntaðir en þeir sem störfuðu hjá opinberum fyrirtækjum. Auk þess virtust þátttakendur sem sáu lítil not fyrir prófgráðu sína í starfi, skynjuðu síður breytingar í starfi og sóttu síður starfstengd námskeið vera líklegri til að vera ofmenntaðir. Að lokum virtust ofmenntaðir þátttakendur fá lægri laun, vera óánægðari í starfi og höfðu skipt oftar um vinnu á síðustu fimm árum en aðrir. Niðurstöður voru að mörgu leyti i samræmi við erlendar rannsóknir og tilgátur höfundar þó svo að sumt hafi komið á óvart.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði - lokaskjal.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna