is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21178

Titill: 
  • Verslunarferðir Íslendinga erlendis
  • Titill er á ensku Shopping abroad: From Icelanders perspective
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil umræða hefur átt sér stað í íslensku samfélagi um verðlag í verslunum hér landi. Hér þykir verðið einfaldlega of hátt og talið er að nauðsynlegt sé að lækka virðisaukaskatt og afnema tolla til þess að verslanir geti verið samkeppnishæfar við verslanir erlendis. Fatasala hefur verið dræm hér á landi síðustu ár og er staðreyndin sú að Íslendingar eru í síauknum mæli að fara erlendis til þess að versla.
    Markmið þessa verkefnis er að svara tveimur rannsóknarspurningum: „Hvers vegna kjósa Íslendingar að fara erlendis í verslunarferðir“? og „hvernig haga Íslendingar sér í verslunarferðum erlendis?“. Til þess að fá svör við þessum spurningum var sendur út spurningalisti þar sem þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum varðandi þessa þætti.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hagstætt verðlag, meira vöruúrval og skemmtun skiptir mestu máli þegar fólk tekur ákvörðun um að fara erlendis í verslunarferðir. Virðist því vera sem Íslendingar kjósi að fara erlendis í verslunarferðir til þess að geta verslað úr miklu vöruúrvali á hagstæðu verði og skemmt sér í leiðinni. Þegar erlendis er komið telja flestir sig gera góð kaup en ekki eins margir telja kaupin endilega vel ígrunduð. Íslendingar sækjast frekar í ódýrar vörur heldur en dýrar í verslunarferðum erlendis og sömuleiðis breytir verðlag erlendis viðmóti þeirra til verðlags hér á landi. Hagstætt verð í landinu sem farið er til hefur mikil áhrif á val á áfangastað.
    Það er óhætt að segja að verðlag og fjárhagslegir þættir skipta miklu máli fyrir Íslendinga þegar ákveðið er að fara í verslunarferð erlendis og þegar út er komið.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andrea_Káradóttir_BS.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna