is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21181

Titill: 
  • Flóttabörn: Félagsleg aðlögun flóttabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar heimildaritgerðar er að kanna stöðu þekkingar á flóttabörnum og félagslega aðlögun með tilliti til hinna ýmsu þátta sem skipta máli fyrir árangursríka, gagnkvæma aðlögun flóttabarna og samfélagsins sem þau búa í. Þá verða áhrif fólksflutninga á félagslega reynslu í löndum sem börn setjast að í skoðuð í ljósi helstu fræðilegrar þekkingar og rannsókna.
    Aðlögun flóttabarna er margþætt og flókin. Hún er bundin aldri viðkomandi, innri styrk, fyrri lífsreynslu, bakgrunni fjölskyldu, upplifunum í kjölfar búferlaflutninga og hvernig móttöku þau fá í móttökuríki. Móttökuríkið þarf að stuðla að þjónustu og úrræðum til flóttabarna sem samræmist ólíkum þörfum þeirra sökum áhrifa sem flóttinn hefur haft á líf þeirra og aðstæður. Ríkisvaldið ber ábyrgð á því að byggja upp fjölmenningarlegt samfélag sem stuðlar að virðingu við flóttabörn og veitir þeim aðstoð til jafns við önnur börn. Samkvæmt áherslum hinna ýmsu ríkja þarf að horfa á flóttabörn sem börn og réttindi þeirra þurfa að miðast við áherslur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nærumhverfi flóttabarna, sem og stofnanir sem veita þeim stuðning, eiga að byggja upp getu og styrk einstaklinganna til að ráða við nýjar og flóknar aðstæður. Þeir þættir í umhverfi flóttabarna sem þekking og fræði um flóttabörn telja að skapi grundvöll fyrir aðlögun þeirra eru fjölskyldan, skólakerfið, félagsleg þátttaka og virkni og félagslegur stuðningur. Tengsl milli þessara þátta þurfa að byggjast á grundvelli samvinnu. Umhverfi flóttabarna þarf að stuðla að jákvæðum viðhorfum til þeirra sem bætir vellíðan og lífsgæði flóttabarna og styrkir þau félagslega og tilfinningalega.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maja Loncar-pdf.pdf758.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna