is Íslenska en English

Bók

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21193

Titill: 
  • Ef að er gáð : afdrif aðalnámskrár í íslensku á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskóla
  • Titill er á ensku On closer inspection: The realization of the national curriculum in the teaching of Icelandic in lower and upper secondary schools
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er íslenskukennsla á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskóla. Sjónum er fyrst og fremst beint að kennsluháttum á skólastigunum tveimur og skilum þeirra. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að draga fram og greina markvisst áherslu stefnumótunaraðila á kennsluhætti í íslensku eins og hún birtist í aðalnámskrá eða ætluðu námskránni og bera niðurstöðurnar saman við raunveruleikann í sjálfu skólastarfinu eða virku námskránni.
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg. Á tímabilinu 2010–2011 var gagna aflað með vettvangsathugunum í 143 kennslustundum í fjórum grunnskólum og fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, með 21 einstaklingsviðtali við kennara og átta rýnihópaviðtölum við nemendur. Einnig er byggt á lögum um grunn- og framhaldsskóla frá 2008, aðalnámskrám, ársskýrslum skóla, skólanámskrám og kennsluáætlunum. Rannsóknarspurningin er þríþætt: 1) Hvernig eru kennsluhættir í námsgreininni íslensku á unglingastigi og í framhaldsskóla? 2) Hver eru afdrif hugmynda um kennsluhætti sem stefnumótunaraðilar leggja áherslu á og koma meðal annars fram í lögum um grunn- og framhaldsskóla og í aðalnámskrá? 3) Hvernig er skilum skólastiganna háttað, hvað eiga skólastigin sameiginlegt og hvað greinir þau að? Þessum þremur þáttum rannsóknarspurningarinnar er skipt í nokkrar undirspurningar.
    Meðal helstu niðurstaðna er að skýrt kemur fram í hinni ætluðu námskrá að áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, á sjálfstæði nemenda, virkni og ábyrgð þeirra á eigin námi. Hins vegar skila þessar hugmyndir sér ekki nema að hluta til inn í sjálft skólastarfið. Skýringin á því kann að vera heldur neikvætt viðhorf margra kennara til aðalnámskrár eða að þeir líta ekki á námskrá sem tæki til að nýta í skólastarfi. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að huga þurfi betur að ýmsum þáttum í íslenskukennslu, til dæmis fjölbreyttari kennsluaðferðum, inntaki námsins, sköpun, framsögn, tjáningu og vali nemenda. Hlutverk skólanámskrár er ekki í samræmi við fyrirmæli aðalnámskrár og skólanámskrá þarf að fá aukið vægi í skipulagi kennslunnar á báðum skólastigum. Skil skólastiganna eru ekki skörp hvað varðar kennsluhætti eða inntak náms í íslensku. Hins vegar virðist vera gjá milli kennaranna sjálfra á skólastigunum tveimur. Gjáin skapast meðal annars af ytri aðstæðum eins og bakgrunni kennaranna, kjarasamningum og stjórnsýslu en einnig vegna takmarkaðs áhuga fyrir samvinnu og vegna fordóma framhaldsskólakennara.
    Það sem einkum greindi skólastigin að, ef frá eru talin atriði sem varða ytri aðstæður eins og menntun kennara og stjórnsýslumál, var að gapið milli hinnar ætluðu námskrár og virku námskrárinnar var minna á unglingastigi grunnskóla en á framhaldsskólastigi. Meiri alúð var lögð í umhverfi skólastofa á unglingastigi grunnskóla en í framhaldsskólum, fjölbreyttari kennsluaðferðir voru frekar notaðar í grunnskóla en í framhaldsskóla, ætlast var til að nemendur tækju meiri ábyrgð á eigin námi í framhaldsskólum og skilaboð til nemenda um heimanám urðu óljósari. Námsefnið varð heldur yfirgripsmeira og ný og flóknari hugtök bættust við, námsmat skipaði annan sess og ef nemendur náðu ekki lágmarkseinkunn í áfanga gat það haft áhrif á framvindu þeirra í námi. Að sama skapi jukust kröfur um að skila verkefnum á réttum tíma.
    Ekki frekar en í öðrum eigindlegum rannsóknum er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar enda úrtakið aðeins átta skólar. Niðurstöðurnar gefa engu að síður vísbendingar sem vonandi nýtast sem framlag í umræðu um skólastarf og þróun þess. Þær varpa einnig ljósi á marga aðra mikilvæga þætti íslenskukennslu sem eru verðugt rannsóknarefni.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this research is the teaching of Icelandic within eight lower and upper secondary schools. The focus is first and foremost directed toward the classroom practice in both levels of schooling and their respective differences. The central aim of the research is to elucidate and analyse policy makers’ emphasis on classroom practice in Icelandic as it appears in the national curriculum or the intended curriculum, and contrast the conclusions to the reality of actual school work or the enacted curriculum.
    The research methodology is qualitative. In 2011–2012, data were gathered by means of field studies in 143 lessons in four primary schools and four secondary schools in the capital region and in rural areas of Iceland, with 21 individual interviews with teachers and eight focus-group inter¬views with students. Moreover, the research is based on national educational laws, the national curriculum, annual schools reports, school sylla¬buses and curriculum plans. The research question is threefold: 1) What are the teaching methods in Icelandic within primary and secondary schools? 2) What are the consequences of the ideas that policy makers emphasise and are for instance manifested in laws on primary and secondary schools and the national curriculum? 3) How does the difference between these two school levels present itself, what do they have in common and what separates them? The issues in each of the three research questions are then divided into further sub-questions.
    Among the main findings of the research is that the intended curriculum, which policy makers publish and expect to be implemented, clearly states an emphasis on diverse classroom practice and students’ autonomy and responsi¬bility in relation to their own studies. However, these ideas only partially enter into the actual school work. A reason for this might be that many teachers are negative in regard to the national curriculum or that they consider a curriculum an inappropriate tool for school work. The findings further suggest that a number of aspects of the teaching of Icelandic require more attention, for example, more diverse classroom practice, content, creativity, presentation, expression and student option.
    The role of school curriculum plans is not consistent with the directives of the national curriculum and school curriculum plans must be given increased weight within the organisation of teaching on both levels of schooling. The differences between these levels are not easily discernable when it comes to classroom practice and educational content of the teaching of Icelandic. However, there seems to be a sharp divide between the teachers themselves on each level of schooling. This suture is created by, among other things, external factors as well as the teachers’ back-grounds, collective salary agreements and administrative reasons, but also by a limited interest in cooperation and even secondary school teachers’ prejudices.
    What most clearly separated the school levels, notwithstanding external aspects such as teachers’ backgrounds and administrative issues, was that more care was put into the environment of the classroom on the lower secondary level than in secondary schools and there was more diversity in classroom practice in the primary school. However, in secondary school, students were expected to take more responsibility over their own studies and information regarding homework was less clear, the subject matter taught was much broader with the addition of new and more complex concepts, assessment acquired a different meaning and if a student did not achieve a minimum grade in a specific subject it could affect the develop¬ment of further studies. By the same token, demands concerning assignments and their due dates became stricter.
    As with other qualitative research, it is difficult to generalise from the conclusions especially since the research focuses on a sample of only eight schools. However, the findings of the research provide cues which will hopefully spark and contribute to discourse surrounding schooling and its development. Furthermore, the findings also shed light on a number of other important aspects of the teaching of Icelandic which are worthy subjects of research.

ISBN: 
  • ISBN 978-9935-9173-3-1
Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dr. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir 2014.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna