is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21194

Titill: 
  • Habitus unglinga á tveimur ólíkum búsetusvæðum: Áhrif á hugmyndir um framtíðarstörf og virðingu fyrir störfum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Að skilgreina habitushópa unglinga og kanna tengsl þeirra við félagslegu breyturnar kynferði, búsetu og stétt. Einnig að kanna hvort munur er á hugsun um störf eftir habitushópum, kynferði og búsetu. Rannsóknin náði til 373 nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á tveimur ólíkum búsetusvæðum. Fræðilegt sjónarmið rannsóknarinnar var kenning Bourdieu um habitus þar sem gert er ráð fyrir að manneskjan sé ekki frjáls í vali sínu heldur ráði félagslegur uppruni miklu. Með þáttagreiningu og klasagreiningu á vali á menningarafurðum og frístundaiðkun voru greindir fimm habitushópar sem höfðu tengsl við félagslegu breyturnar kynferði, búsetu og stétt föður. Marktækur munur kom fram eftir habitushópum, kynferði og búsetu í væntingum til starfa. Borin var mismikil virðing fyrir störfum eftir habitushópum og báru stelpur og unglingar úr borgarsamfélagi meiri virðingu fyrir störfum en strákar og unglingar úr sjávarbyggð. Niðurstöður styðja kenningu Bourdieu og gefa til kynna að félagslegir þættir ráði miklu um hugsun um störf. Nýta má niðurstöður við ráðgjöf til unglinga þar sem þeir eru hvattir til félagsgreiningar. Lagt er til að áhersla verið á rannsóknir á félagslegum áhrifaþáttum með það að markmiði að þróa habitus mælitæki og bæta þannig ráðgjöf til unglinga varðandi framtíðaráform.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Helga Tryggvadóttir.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna