is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21203

Titill: 
  • Vaxtavalkostir íslenskra fyrirtækja. Hvort er hagkvæmara fyrir fyrirtæki að taka lán með föstum eða breytilegum vöxtum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Valið á milli fastra og breytilegra vaxta er mörgum fyrirtækjum hugleikið enda mikilvægt val, sem getur haft mikil áhrif á afkomu viðkomandi fyrirtækja. Þetta val er með engu móti auðvelt og skoðanir stjórnenda fyrirtækja á því eru misjafnar á mismunandi tímum. Vaxtaumhverfið hér á landi hefur verið nokkuð óstöðugt þegar horft er til baka og spilar fjármálakreppan 2008 þar stórt hlutverk. Með því að skoða málin ofan í kjölinn aukast líkur á því að fyrirtæki komi vel út úr þeirri ákvörðun sem tekin er.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða og bera saman hagkvæmni þessarra tveggja valkosta og sjá hvort að vaxtaumhverfið sem íslensk fyrirtæki búa við í dag geri annan kostinn fýsilegri en hinn með skýrum og augljósum hætti. Í ritgerðinni er lögð áhersla á óverðtryggð lán í íslenskum krónum (ISK). Skoðuð verður þróun vaxtaumhverfisins til dagsins í dag en meðfram því verður skoðuð sú óvissa sem framtíðin hefur í för með sér. Einnig verður skoðuð sú þróun sem átt hefur sér stað í vaxtaákvörðun íslenskra fyrirtækja.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru ekki afgerandi fyrir annanhvorn valkostinn sem kemur kannski ekki á óvart. Fyrirtæki eru mjög fjölbreytileg og búa við ólík vaxtaskilyrði, sem hefur mikil áhrif á niðurstöðurnar. Vaxtaumhverfið hér á landi er orðið stöðugra m.a. vegna áhrifa af lágri verðbólgu og stöðugu gengi. Stýrivextir eru sömuleiðis orðnir nokkuð lágir á íslenskan mælikvarða. Stór áföll í vaxtaumhverfinu eru frekar ólíkleg í náinni framtíð en afnám gjaldeyrishaftanna er líklega stærsti óvissuþátturinn og má spyrja sig hvaða raunáhrif afnámið mun hafa á vaxtaskilyrði hér á landi. Þessi aukni stöðugleiki, sem myndast hefur hér á landi, bendir til þess að lán með breytilegum vöxtum séu hagkvæmari kostur en lán með föstum vöxtum, en þó aðeins þegar lánstíminn er stuttur. Við Íslendingar þekkjum söguna og vitum að vaxtaumhverfið getur breyst óvænt og er með engu móti hægt að spá fyrir um hvernig umhverfið mun líta út eftir 5 eða 10 ár, hvað þá lengra inn í framtíðina. Því lengra sem lánið er, því meiri óvissa fylgir vaxtabreytingum og því sterkara þarf fyrirtækið að vera til að geta staðið undir þeirri óvissu. Mjög löng og óvarin lán, með breytilegum vöxtum, eru áhætta sem mörg fyrirtæki kjósa að taka ekki.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Daníel Kristjánsson - Skemman PDF.pdf842.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna