is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21207

Titill: 
  • „Þetta er djöfulsins hark“: Lifað á listinni á íslenskum tónlistarmarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um tónlistarfólk á íslenskum markaði. Ætlunin er að fá innsýn í veruleika þeirra og lýsa eiginleikum og aðferðum sem það beitir til að afla tekna með list sinni. Íslenski tónlistarmarkaðurinn er lítill og tækifærin af skornum skammti en þrátt fyrir það er gróskumikið tónlistarlíf hér á landi. Markmiðið rannsóknarinnar að gera grein fyrir því hvort og hvernig tónlistarfólk sé fært um að lifa á listinni á Íslandi þrátt fyrir þessar takmarkanir.
    Rannsakandi tók viðtöl við fimm einstaklinga sem afla mannsæmandi tekna með tónlist á íslenskum markaði einum og sér. Í ljós kom að flutningur tónlistar við fjölbreytt tilefni er megin tekjulind þeirra sem lifa á tónlistarferli og sökum óstöðugleika í þessum bransa leitar tónlistarfólk oft í fasta vinnu tengdri listinni til að sporna við afkomuótta. Smæð íslenska markaðarins veldur því að tónlistarfólk tileinkar sér sveigjanleika og færni til að takast á við margvísleg verkefni í stað þess að treysta á sérhæfingu og því er algengt að tekjur tónlistarfólks komi víða að. Samningur við útgáfufyrirtæki er ekki grundvöllur fyrir tekjustreymi – þvert á móti er kjörið að vera tiltölulega óháður öðrum og starfa á eigin vegum eftir fremsta megni. Þar kemur Internetið sterkt inn en uppgangur samfélagsmiðla hefur gert tónlistarfólki auðveldara fyrir að sinna útgáfu, dreifingu og markaðssetningu sjálft.
    Helsta niðurstaðan er sú að það er svo sannarlega hægt að lifa á tónlist einni og sér á Íslandi: Viðmælendur rannsóknarinnar eru skýr dæmi um það. Hins vegar er um starfsgrein að ræða sem fylgir ekki sömu lögmálum og hinn hefðbundni vinnumarkaður. Því þurfa þeir sem feta þennan veg helst að búa yfir og/eða temja sér ákveðna eiginleika til að öðlast og viðhalda lífvænlegu tekjuflæði; þar á meðal sjálfstæði og þrautseigju í einu og öllu og aðlögunarhæfni til að koma til móts við væntingar ólíkra neytenda og þróast stöðugt samhliða örum breytingum á markaðnum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Freyr Frostason - lokaritgerð.pdf682.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna