is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21222

Titill: 
  • Hin ýmsu andlit sósíalismans: Birtingamyndir sósíalismans í meðförum Mao Zedong og fyrirmynda hans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mikið hefur verið skrifað um Mao Zedong, bæði hrós og last. Ekki er að efa að maðurinn var feikilega eftirtektarverður og gríðarlega áhrifamikill og sem slíkur verðugt rannsóknarefni.
    Í þessari ritgerð mun ég leitast við að rekja sögu sósíalismans á 19.öld í Þýskalandi og hvernig hann breyttist í meðförum mismunandi forystumanna, allt frá Karl Marx til Mao formanns í Kína. Ég mun fara yfir megin hugmyndir sósíalismans, hvert aðalinntak hans er, hvað hugmyndafræðin boðar og hvernig sósíalisminn hafði áhrif á samfélög bæði í Evrópu, Rússlandi og síðar Kína. Megináherslan í umfjölluninni verður á Kína. Stiklað verður á stóru um sósíalísku byltinguna sem varð í Rússlandi um aldamótin 1900 og Lenín og Stalín skoðaðir sem fyrirmyndir Mao.
    Ég mun fjalla um stjórnarhættina í Kína og hvernig þjóðin var útleikin af stjórnvöldum, bæði Þjóðernisflokknum og Kommúnistaflokknum sem áttu í mikilli valdabaráttu á lýðveldisárunum, allt frá stofnun lýðræðisríkis Kína 1912 til stofnunar Alþýðulýðveldisins 1949. Þá mun ég bera hugmyndir sósíalismans saman við kínverskan raunveruleika og reyna að sýna fram á mótsögnina sem þar átti sér stað. Að lokum viðra ég skoðun mína á því hvort Mao tókst í raun að gera Kína að sósíalísku þjóðfélagi eins og hann ætlaði sér.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Snaefridur_Grimsdottir.pdf317.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna