is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21249

Titill: 
  • Upplifun sumarstarfsmanna í átaki Vinnumálastofnunar 2014. Móttaka, þjálfun og ánægja
  • Titill er á ensku Directorate of labour summer employment effort 2014. Employee's experience: reception, training and satisfaction
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er móttaka, þjálfun og upplifun sumarstarfsmanna Vinnumálastofnunar 2014. Vinnumálastofnun hefur verið með átak í gangi sem gefur nemendum færi á að sækja um sumarstarf í gegnum Vinnumálastofnun. Nemendur eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum yfir sumartímann og því er það talið mikilvægt fyrir þá að fá vinnu yfir sumartímann. Sumarátakið stendur yfir í 2 mánuði og er æskilegt að námsmenn sem fá vinnu aðlagist vinnustaðnum á þeim tíma. Æskilegt er að námsmenn fái góðar móttökur, einhverskonar þjálfun sem ætti að stuðla að betri upplifun og ánægju meðal námsmanna á vinnustaðnum.
    Í fræðilega hlutanum verður farið yfir mannauðsstjórnun og hvað mannauður er. Mikilvægi þjálfunar og þær leiðir sem fræðimenn telja að sé árangursríkt að fara í þjálfun starfsfólks. Einnig verður skoðuð aðlögun starfsmanna ásamt umfjöllun um námsmenn á Íslandi og átak Vinnumálastofnunar.
    Í seinni hlutanum er úrtakið sem svaraði spurningalistanum kynnt og í kjölfarið er greint frá megindlegri rannsókn sem var framkvæmd á sumarstarfsmönnum vegna átaks Vinnumálastofnunar 2014. Niðurstöðurnar eru kynntar og bornar saman við fræðileg yfirlit.
    Rannsóknarpsurningar ritgerðarinnar eru þrjár og beinast allar að sumarstarfsmönnum úr átaki Vinnumálastofnunar 2014. Þær eru hvernig móttökur sumarstarfsmenn Vinnnumálastofnunar 2014 töldu sig hafa fengið, hvernig sumarstarfsmenn Vinnumálastofnunar 2014 töldu þjálfunina almennt vera og síðasta spurningin snýr að því hvernig sumarstarsfmenn Vinnumálastofnunar 2014 töldu ánægju og upplifun af starfi þeirra vera.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð var í tengslum við ritgerðina leiddi í ljós að í heildina voru sumarstarfsmenn ánægðir með starfið sem þeir fengu og þeir töldu móttökurnar vera góðar. Þjálfun virtist vera ágæt en spurning hvort störfin hafi verið þannig að ekki var þörf á mikilli þjálfun vegna stutts ráðningartíma. Sumarstarfsmenn töldu almennt að þeir hafi aðlagast vinnustaðnum hratt. Átakið virðist því vera í heildina að skila jákvæðum árangri í garð sumarstarfsmannanna en þeir voru almennt ánægðir með starf sitt.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Dögg Jónsdóttir 1.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna