is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21256

Titill: 
  • Félagsráðgjöf innan heilbrigðissviðs. Hlutverk félagsráðgjafa á kvennasviði LSH
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni heimildarritgerðar þessarar var að gera grein fyrir starfi og hlutverki félagsráðgjafa á kvennasviði LSH, ásamt því að gera grein fyrir helstu skjólstæðingum félagsráðgjafanna. Gerð er grein fyrir upphafi félagsráðgjafar innan heilbrigðissviðs og innan spítala. Fjallað er um kenningar, hugmyndafræði og vinnuaðferðir sem félagsráðgjafar á kvennasviði nýta sér. Ásamt því er gerð grein fyrir deildum kvennasviðs og sögu kvennasviðs LSH. Fram kemur í ritgerðinni að hlutverk og starf félagsráðgjafa innan kvennasviðs LSH er mjög vítt og margslungið. Félagsráðgjafarnir veita sálfélagslegan stuðning við skjólstæðinga sem til þeirra leita. Auk þess eru félagsráðgjafar tengiliðir í ýmsum málum við barnaverndaryfirvöld eða aðrar stofnanir. Félagsráðgjafarnir vinna í teymum innan sviðsins ásamt því að sinna kennslu og rannsóknum innan þess. Helstu skjólstæðingar félagsráðgjafanna er þungaðar konur, hvort sem þungunin er velkomin eða ekki. Þar eru einnig konur sinnt sem upplifað hafa fósturlát eða andvana fæðingu, konur í vímuefnaneyslu og konur sem þurfa stuðning og upplýsingar vegna vandamála sem upp koma á meðgöngunni. Einnig eru þar konur sem þurfa á aðstoð að halda vegna DNA-rannsókna og faðernismála.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Gestsdóttir-BAPDF.pdf618.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna