is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21263

Titill: 
  • Greining ársreikninga. Kennitölugreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flest fyrirtæki gefa út ársreikning og í honum eru meðal annars efnahagsreikningur, rekstrarreikningur, sjóðstreymi og skýringar. Ársreikningurinn á að veita gagnlegar upplýsingar og gefa glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé. Greinendur nota upplýsingar í ársreikningum til þess að meta árangur og fjárhagslega stöðu fyrirtækja. Stjórnendur, fjárfestar og lánardrottnar eru nokkrir af helstu hagsmunaaðilum fyrirtækja og hafa þeir áhuga á ársreikningum þeirra.
    Kennitölugreining er verkfæri sem greinendur ársreikninga nota. Kennitölur eru reiknaðar stærðir eða hlutföll úr völdum liðum í ársreikningum sem geta gefið vísbendingar um frammistöðu fyrirtækja. Kennitölum er oft skipt í fimm flokka. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir öllum flokkunum og fjalla um helstu kennitölur hvers flokks.
    Ársreikningar fyrirtækja á aðallista Kauphallar voru teknir fyrir og skoðað hvaða kennitölur voru gefnar upp í þeim. Ársreikningar fyrirtækjanna birtu mismargar og ólíkar kennitölur. Af þeim 23 kennitölum sem um var fjallað var Nýherji það fyrirtæki sem birti flestar þeirra, eða átta talsins. TM birti fæstar, aðeins tvær, og var meðaltal hjá þessum tólf fyrirtækjum um það bil fjórar uppgefnar kennitölur af þessum 23.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining_ársreikninga.pdf888.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna