is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21268

Titill: 
  • Félagsleg virkni aldraðra. Virkni til aukinna lífsgæða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um félagslega virkni aldraðra og hvernig hún hefur áhrif á lífsgæði þeirra. Markmið er að skoða hvað félagsleg virkni er og hvaða þættir það eru sem auka lífsgæði aldraðra. Öldruðum fjölgar, þar sem lífslíkur hafa aukist með framþróun í læknavísindum og bættum aðstæðum. Virkni og þátttaka aldraðra í samfélaginu er mikilvæg bæði fyrir þá sem og fyrir samfélagið. Eldra fólk er betur á sig komið andlega og líkamlega í dag en áður fyrr. Aldraðir vilja vera virkir í samfélaginu og skila framlagi til samfélagsins með aukinni þátttöku í félagstörfum og atvinnulífinu. Það þarf að taka tillit til þarfa og langana hvers og eins þar sem eldri borgarar eru ekki allir steyptir í sama mót. Það ber að virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra en jafnframt þarf að upplýsa þá um hvaða valkostir eru í boði. Það kom í ljós að aukin virkni stuðlar að vellíðan og lífsánægju og því virkara sem fólk er því meiri lífsgleði upplifir það. Með því að vera félagslega virkur í samfélaginu, hvort sem það er í tómstundum, gæta barnabarna eða á vinnumarkaði þá hafa aldraðir hlutverki að gegna og skila sínu til samfélagsins. Á þann hátt upplifa aldraðir að félagsleg virkni þeirra auki lífsgæðin.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð_Sigurborg Íris Vilhjálmsdóttir.pdf372.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna