is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21269

Titill: 
  • Hvert er viðhorf almennings á vöruinnsetningu í kvikmyndum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um vöruinnsetningu í kvikmyndum og rannsaka hvert viðhorf almennings er til þeirra. Farið er yfir helstu skilgreiningar hugtaksins og saga aðferðarinnar er rakin. Komið er inn á kosti þess og galla að notast við vöruinnsetningu við auglýsingar sem og að fjallað er um mismunandi birtingarform aðferðarinnar. Einnig er komið stuttlega inn á siðferði aðferðarinnar sem og mælingar á á henni.
    Megindleg rannsókn var framkvæmd á dögunum 29. mars – 2. apríl 2015 þar sem fengust 866 svör. Spurningalistinn innihélt í heildina 14 spurningar en þar af voru 4 bakgrunnsbreytur. Spurningalistinn var hannaður til að svara rannsóknarspurningunni „Hvert er viðhorf almennings á vöruinnsetningu í kvikmyndum“. Meðal þess sem spurt var um var hvort neytendur hafi orðið varir við vöruinnsetningu í kvikmyndum og hvort aðferðin hafi einhver áhrif á viðhorf og upplifun þeirra.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að almenningur taki almennt eftir vöruinnsetningum í kvikmyndum. Einnig kom í ljóst að neytendur telja vöruinnsetningu ekki hafa áhrif á sína eigin kauphegðun en að hún hafi þó áhrif á kauphegðun neytenda almennt. Svarendur sögðu almennt að eftirtekt þeirra á vöruinnsetningu hefði lítil áhrif á upplifun þeirra á kvikmyndinni sem og að hún hafði lítil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart auglýsandanum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð,Viðhorf-vöruinnsetning.endanleg(1).pdf773.96 kBLokaður til...10.05.2040HeildartextiPDF