is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21271

Titill: 
  • Nauðungarvistun/þvingun barnshafandi kvenna í neyslu. Samanburður á löggjöf Íslands og Noregs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða áhrif áfengis-og vímuefnaneysla hefur á fóstur á meðgöngu og nýbura. Tilgangur hennar er einnig að skoða hvernig löggjöfin á Íslandi og í Noregi stuðla að því að vernda fóstur og nýbura kvenna, með sérstakri áherslu á það hvernig þvingunarúrræði í löggjöfunum eru útfærð. Fjallað er um þau áhrif sem áfengi og vímuefni hafa á fóstur og nýbura og um tengslamyndunina, sem á sér stað á milli móður og barns. Jafnframt er litið til þeirra langtíma afleiðinga sem vímuefnaneysla á meðgöngu getur haft á börn. Ritgerðin er fræðileg heimildarritgerð þar sem skoðaðar voru rannsóknir, bækur og ritrýndar greinar, ásamt því að notast við upplýsingarviðtöl við félagsráðgjafa, sem unnið hafa með barnshafandi konum í neyslu.
    Helstu niðurstöður eru þær að öll vímuefnaneysla á meðgöngu getur valdið alvarlegum langvarandi skaða á fóstur. Til þess að hægt sé að minnka skaðann er mikilvægt að grípa inn í meðgönguna sem fyrst til að aðstoða konuna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem lifa við þessar aðstæður alast yfirleitt upp við óörugg tengsl við móður. Í þessari ritgerð voru þvingunarákvæði íslensku barnaverndarlaganna borin saman við norsku lögin. Með það að markmiði að kanna hvað er líkt og hvað er ólíkt í löggjöfum þessara tveggja landa varðandi þvingunarúrræði mæðra sem eru í neyslu á meðgöngu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga Huld Gunnarsdóttir BA ritgerð 2015.pdf670.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna