is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21295

Titill: 
  • Vellíðan í vinnu. Líðan fagfólks í fæðingaþjónustu á Kvennadeild Landspítalans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Landspítali Háskólasjúkrahús og málefni hans hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni á síðustu misserum. Engum dylst að staða þessa flaggskips íslenskrar heilbrigðisþjónustu er alvarleg, bæði með tilliti til húsakosts en ekki síður vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur í starfsmannamálum á árunum eftir efnahagshrunið. Læknar og ljósmæður hafa í auknum mæli haldið út fyrir landsteinana í leit að betri kjörum og starfsaðstöðu. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar er að varpa ljósi á líðan fagfólks í fæðingaþjónustu á Landspítalanum og hvaða sálfélagslegu þættir hafa þar mest áhrif. Tekin voru rýnihópaviðtöl við 22 lækna og ljósmæður á Fæðingarvakt og Meðgöngu- og sængurlegudeild sem voru í fastri vinnu vorið 2014 og í sextíu prósent eða meira starfshlutfalli. Notast var við spurningaramma með fimm opnum spurningum en hann er byggður á spurningalista um starfsálag, sjálfstæði í starfi og stuðning á vinnustað, DSCQ eftir Karasek, Theorell og Johnson (1997/2009). Rannsóknin leiddi í ljós að langvarandi undirmönnun kemur fram í miklu vinnuálagi og streitu og að bæta megi vinnuskipulagið til að draga úr þeirri streitu. Læknar og ljósmæður í fæðingaþjónustu á Landspítalanum telja sig hafa nokkuð mikið sjálfræði þrátt fyrir að verklagsreglur móti starfsemina að miklu leyti. Fagfólkið lýsti miklum stuðningi af samstarfsfólki sínu þegar erfiðar aðstæður koma upp en töldu nokkuð vanta upp á formlegan stuðning yfirmanna og stofnunar. Virðing, traust og gott samstarf var læknum og ljósmæðrum ofarlega í huga en þó greina mætti einkenni kulnunar hjá mörgum þeirra var stolt og hollusta við Kvennadeildina jafnframt áberandi. Niðurstöður gefa til kynna að fagfólki í fæðingaþjónustu líði almennt þokkalega í vinnu. Ýmislegt má þó betur fara varðandi vinnuskipulag, sjálfræði og stuðning. Helsti styrkur vinnustaðarins liggur að mati þátttakenda í gagnkvæmu trausti og góðri samvinnu milli fagfólks.
    Lykilorð: Vinnutengd vellíðan, sálfélagslegir þættir, starfskröfur, sjálfræði, félagslegur stuðningur.

  • Útdráttur er á ensku

    Landspitali, the university hospital of Iceland (LUH) has, for the last few months been in the midst of a national and political debate. The hospitals´ administration is challenged by poor condition of the hospitals´ buildings and the development of human resources after the collapse of Icelands´ financial system in late 2008. There has been an upward trend of doctors and midwives working parttime abroad, particularly in the Nordic countries, due to better wages and working conditions. The aim of this qualitative thesis is to study the occupational wellbeing of doctors and midwives in the department of obstectics at LUH and the contributing psychosocial factors. Twentytwo doctors and midwives working in the delivery ward and the high risk antenatal and postpartum ward participated in focus group interviews. The inclusion criteria was that the professionals were permanently employed and working at least 28 hours per week. During the interviews, the researcher asked five open ended questions based on the Swedish Demand-Control-Support Questionnaire by Karasek, Theorell and Johnson (1997/2009). The findings indicate that the general wellbeing of obstetricians and midwives at LUH is fair inspite of chronic understaffing. The professionals feel stressed and the organization of work is a prominent contributing factor. The professionals are satisfied with their autonomy in the workplace even though their care for patients is somewhat limited by standard procedure. Junior doctors are however struggling with the conflicting interests of professional and personal life. Doctors and midwives seek social support from their collegues and feel that more formal support is needed in difficult circumstances. Inspite of some symptoms of burnout, the professionals generally feel proud and loyal to the workplace. According to the participants, mutual respect, trust and good cooperation are the obstetrical unit´s greatest assets.
    Key words: occupational wellbeing, psychosocial factors, work demands, autonomy, social support.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hilda Friðfinnsdóttir.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðina má ekki afrita né nýta á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.