is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21307

Titill: 
  • Flóttabörn. Starfsaðferðir félagsráðgjafa í vinnu með flóttabörnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áætlað er að í lok árs 2013 hafi 51,2 milljónir manna verið á flótta í heiminum innan eða utan síns heimalands. Helmingur allra flóttamanna eru börn 18 ára og yngri (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, e.d.-a). Markmið ritgerðarinnar er að skoða stöðu flóttabarna og þær kenningar og hugmyndafræði sem félagsráðgjafar byggja starfsaðferðir sínar á í vinnu með börnunum. Starfsaðferðir og úrræði félagsráðgjafa sem vinna með flóttabörnum verða einnig athuguð. Einnig er ætlunin að kanna hvaða viðhorf félagsráðgjafi sem vinnur með fjölmenningu þarf að tileinka sér svo starf hans verði árangursríkt. Rannsóknir sýna að börn og ungmenni sem neyðast til að flýja heimili sín verða oft fyrir áföllum sem geta valdið þeim streitu. Börn sem hafa verið á flótta hafa neyðst til að flýja heimkynni sín ýmist vegna átaka, stríðs, ofsókna, ofbeldis og mannréttindabrota og eru afleiðingar áfalla af völdum þess margskonar (Fazel, o.fl., 2012; Montgomery, 2010). Rannsóknir hafa sýnt að þegar unnið er með flóttabörnum er heildræn nálgun mikilvæg. Með því er átt við að börnin fái félagslegan, tilfinningalegan og sálrænan stuðning. Félagsráðgjafar og annað fagfólk getur nýtt sér margs konar úrræði sem byggð eru á fræðilegum rannsóknum á aðstæðum flóttabarna og þeim neikvæðu áhrifum sem þau hafa orðið fyrir (Center for udsatte flygtninge, 2011). Rannsóknir á flóttabörnum hafa í gegnum tíðina verið frekar einsleitar og hefur verið einblínt á andlega heilsu þeirra. Nauðsynlegt er að flóttabörn verði rannsökuð á heildrænan hátt og ekki síður litið á félagslega þáttinn en þann sálfræðilega (Rutter, 2003).

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flóttabörn_Valgerður.pdf551.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna