is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21314

Titill: 
  • Þjónandi leiðsögn: Hugmyndir þjónandi leiðsagnar í umönnun aldraðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er þjónandi leiðsögn kynnt og nálgunin skoðuð í tengslum við umönnun aldraðra. Fjallað er um hvað felst í hugmyndum þjónandi leiðsagnar og þær bornar saman við mikilvæga þætti í lífi aldraðra, sjálfræði, lífsgæði og farsæla öldrun. Kannað er hvernig nálgunin styður við áætlanir og tillögur í málefnum aldraðra og þannig leitast við að varpa ljósi á notagildi þjónandi leiðsagnar í umönnun á öldrunarheimilum.
    Grundvallaratriði þjónandi leiðsagnar eru myndun gagnkvæmra tengsla, upplifun á samfylgd og sameiginleika auk samskipta, sem einkennast af skilyrðislausri umhyggju, virðingu og viðurkenningu. Hugmyndir þjónandi leiðsagnar leggja því áherslu á blíð og örugg samskipti, þar sem horft er á styrkleika fólks og það eflt til þátttöku og myndunar tengsla. Með hækkandi aldri aukast líkur á því að fólk þurfi á þjónustu að halda og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Tryggja þarf að umönnun og þjónusta við aldraða stuðli að sjálfræði þeirra, lífsgæðum og farsælli öldrun. Þegar búseta á eigin heimili er ekki lengur möguleg flytjast margir aldraðir á öldrunarheimili. Hugmyndir þjónandi leiðsagnar styðja við þær kröfur og tillögur sem gerðar hafa verið um öldrunarþjónustu og með því að nota nálgunina á öldrunarheimilum mætti stuðla að aukinni vellíðan, sjálfræði, virkni og lífsgæðum aldraðra. Leiða má því líkur að góðum áhrifum þjónandi leiðsagnar á öldrunarheimilum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf517 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna