is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21331

Titill: 
  • Alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil aukning hefur verið síðustu ár í alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja og er þar margt sem hefur áhrif, svo sem smæð íslensks markaðar, tækniframfarir og fjölgun fyrirtækja á heimamarkaði. Að mörgu er að huga áður en farið er með vöru eða þjónustu á erlenda markaði og þarf t.d. að skipuleggja vel markaðs- og kynningarstarf fyrirtækisins, sjálfsmynd vörumerkisins og markhópa. Traustir og góðir samstarfsaðilar eru mikilvægir á nýjum mörkuðum og taka þarf tillit til menningarmunar, bæði þegar kemur að vöruframboði, samskiptum og markaðsstarfi.
    Fyrirtæki geta farið mismunandi leiðir að því að fara inn á erlenda markaði en þær innkomuleiðir sem fjallað er um í þessari skýrslu eru beinn og óbeinn útflutningur, starfs- og sérleyfi, samstarfsverkefni og bein fjárfesting. Einnig er hægt að skipuleggja markaðs- og kynningarstarf á mismunandi vegu og verður hér fjallað um kynningarráðana og hvernig þeir eru notaðir á mismunandi hátt.
    Rannsóknin sem þessi skýrsla byggir á er tilfellarannsókn þar sem tekin voru viðtöl við starfsmenn tveggja íslenskra fyrirtækja sem eru með starfsemi á erlendum mörkuðum. Annað fyrirtækið er bæði í útflutningi og hefur gert starfsleyfissamninga við erlend fyrirtæki en hitt fyrirtækið er í beinni sölu erlendis, sölu í gegnum erlenda söluaðila ásamt því sem öll framleiðsla þess fer fram erlendis.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að óháð því hvernig vöru fyrirtækið er með og hvernig starfsemi þess er háttað erlendis er góð skipulagning og undirbúningur lykilatriði þegar kemur að árangri á alþjóðamarkaði. Einnig er mikilvægt að taka tillit til menningarmunar milli landa.
    Lykilorð: Alþjóðavæðing, Markaðssetning, Alþjóðamarkaðssetning, Samstarf, Tilfellarannsókn

  • Útdráttur er á ensku

    In the last years Icelandic companies have increasingly started to explore their options of entering foreign markets. The main reasons for this seem to be the small size of the Icelandic market, technological improvements and the increasing number of Icelandic companies. There are many things to consider before a company can take their products or services to a new market, such as the marketing strategy, the brand´s identity and its target groups. It is important to have qualified partners abroad and recognize the cultural difference between countries.
    There are different ways a company can go when entering a new market, such as direct and indirect exporting, licencing, franchising, joint venture and direct investment. When it comes to marketing strategy there are also different ways to go and the promotional mix can be used in many ways. This report is based on a case study where employees of two Icelandic companies that work in foreign markets were interviewed. The results show that regardless of the type of company or product the key to success in international markets is good structure and preparation along with a good understanding of cultural differences between countries.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna