is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21337

Titill: 
  • Ofurhetjukvikmyndir DC Comics og Marvel: Goðsagnarfrásögn og trúarminni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um goðsagnarfrásögn og trúarminni í ofurhetjukvikmyndum DC Comics og Marvel. Sérstaklega eru greindar þrjár myndir: The Dark Knight Rises (Christopher Nolan, 2012), X-Men Origins: Wolverine (Gavin Hood, 2009) og Thor (Kenneth Branagh, 2011). Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla sem innihalda aukakafla.
    Fyrsti kaflinn er tvískiptur inngangur. „Í upphafi skal endinn skoða“ heitir sá fyrri og staðsetur ofurhetjukvikmyndina fræðilega og menningarlega. Seinni hlutinn ber nafnið „Kvikmyndirnar“ og lýsir atburðarás kvikmyndanna og skiptir máli í greiningunni á næstu blaðsíðum.
    Annar kafli ritgerðarinnar, „Lögmál frásagnar í hasarmyndum“ er fyrri hluti meginmálsins og hefst með kynningu á þeirri frásagnarfræði sem unnið er með í greiningu kaflans. Stuðst er við grein Heiðu Jóhannsdóttur, „Frásagnarfræði hasarmynda“, frá árinu 1999. Upp úr henni eru unnar þrjár töflur þar sem helstu goðsagnarlegu frásagnar einkenni hasarmynda 9. og 10. áratugs síðustu aldar eru nefnd og skoðað er hvort og hvernig þau birtast í myndunum þremur. Undirkaflarnir eru skipting á þeim atriðum taflanna sem skoðuð eru: „Liður 1“, „Liðir 2-7“, „Liðir 8-15“ og „Liðir 16-23“.
    Seinni hluti meginmálsins er þriðji kafli ritgerðarinnar. „Trú í ofurhetjukvikmyndum“ líkt og fyrri meginmálskaflinn byrjar á kynningu á þeim fræðum sem unnið er með. Þar er nefnd sú trúarlega greining sem á sér stað í bíómyndum og þá sérstaklega í ofurhetjumyndum. Aðallega eru það trúarleg stef sem eru greind og sérstaklega er tekið fram kristsgervinga sem unnið verður með í þremur undirköflum. Þeir fjalla um trúarminni í kvikmyndunum þremur sem greindar voru í tengslum við goðsagnarfrásögn í síðasta kafla.
    Síðasti kafli ritgerðarinnar heitir „Lokaorð“ og lýsir niðurstöðum greiningarinnar stuttlega. Í ljós kemur að því fleiri frásagnaratriði sem eru eins í ofurhetjukvikmyndum og hasarmyndum, því trúarmiðaðari er frásögn þessara mynda. The Dark Knight Rises er sú mynd sem er næst því að vera eins og hasarmyndirnar í frásagnargreiningu Heiðu. Mynd Nolans er eins og þær í öllum liðum nema einum. Í seinni hluta meginmálsins kemur í ljós að trúarminni spila stærst hlutverk í myndinni um Batman af þeim sem greindar eru. X-Men Origins: Wolverine er sú mynd sem hefur næst flestar tengingar við goðsagnarfrásögn hasarmynda og eru trúarlegu stefin þar næst mest áberandi. Thor sker sig úr og er ekki eins lík hasarmyndunum í frásögn og hinar tvær. Trúarstef í frásögn eru þar heldur ekki eins fyrirferðamikil fyrir utan nokkur atriði sem liggja grunnt á yfirborðinu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð final 1.pdf823.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna