is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21342

Titill: 
  • Leiðandi í yfir fjörutíu ár. Úttekt á markaðslegri stjórnun Útilífs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að greina innri starfsemi fyrirtækisins Útilífs út frá hinum ýmsu snertiflötum, þeir eru; aðgreining, markaðssetning, þjónusta og þjálfun starfsfólks, vöruframboð og greiningu á væntingum og þörfum markaðarins. Lagt var upp með að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu að fremsta megni að greiningu lokinni: Vinna stjórnendur Útilífs að markaðsmálum fyrirtækisins með verkfæri markaðsfræðinnar að leiðarljósi?
    Í fyrsta hluta ritgerðarinnar kynnir höfundur lesanda fyrir þeim verkfærum og hugtökum markaðsfræðinnar sem að gætu gagnast stjórnendum Útilífs við stjórnun markaðsmála fyrirtækisins. Fræðilegum hluta ritgerðarinnar er skipt upp í fjóra kafla. Í þeim eru kynnt lykilhugtök er viðkoma markaðsfærslu, uppbyggingu ímyndar fyrirtækja, vörumerkjastjórnun og þjónustu. Að fræðilegum hluta loknum fer fram stutt kynning á íþróttavörumarkaði og þróun hans. Að þeirri kynningu lokinni fer fram greining á Útilíf út frá fyrrnefndum snertiflötum. Greiningin var unnin út frá m.a. gögnum af heimasíðum verslana, Hagstofunnar, og viðtölum sem höfundur tók, en tekin voru þrenn viðtöl við fjóra starfsmenn Útilífs og veittu þau dýrmæta innsýn inn í fyrirtækið. Markmið greiningarinnar er að greina markaðsstarf fyrirtækisins, hversu vel þeir koma aðgreiningu til skila, starfsmannamál og þjálfun starfsmanna sem og hvernig fyrirtækið notfærir sér rannsóknir á markaði og kannanir á innri frammistöðu fyrirtækisins.
    Helstu niðurstöður greiningarinnar eru þær að stjórnun markaðsmála Útilífs hafi batnað á undanförnum misserum, en þó er ýmislegt sem þarf að huga betur að. Í því ljósi má nefna vörumerkjastjórnun fyrirtækisins, en henni er ábótavant, fyrirtækið þarf að koma aðgreiningu sinni talsvert betur til skila. Eins þurfa rekstraraðilar í verslun að vinna samhliða stjórnvöldum gegn þeirri neikvæðri orðræðu sem virðist vera í garð verslunar- og þjónustustarfa í þjóðfélaginu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markus-BS Skemman.pdf1.11 MBLokaður til...31.05.2035HeildartextiPDF