is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21352

Titill: 
  • Leg til leigu: Indverskar staðgöngumæður og hugmyndin um misnotkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur færst í aukana að barnlaus pör frá Vesturlöndum ferðist til Indlands þar sem þeim gefst kostur á að borga indverskum konum fyrir að ganga með barn fyrir sig. Þessi viðskipti hafa sætt harðri gagnrýni. Ein algengustu rökin gegn þeim eru að staðgöngumæðurnar séu misnotaðar. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort staðgöngumæðrun á Indlandi sé misnotkun. Sýnt er fram á að vissulega sé skynsamlegt að skoða staðgöngumæðrun með hugtakið misnotkun (e. exploitation) í huga, en miklu skipti hvaða skilningi hugtakið sé skilið. Í fyrsta kafla er fjallað um hvað staðgöngumæðrun sé og hverjar staðgöngumæðurnar séu. Langflestar þeirra indversku kvenna sem gerast staðgöngumæður búa við sára fátækt. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar reynt er að komast að því hvort þær séu misnotaðar. Í öðrum kafla er hugtakið misnotkun útskýrt. Horft er til þrískiptingar Alans Wertheimers á misnotkun í ósiðferðilega skaðlega, siðferðilega skaðlega og gagnkvæmt gagnlega misnotkun. Síðasta tegund misnotkunar kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir. Átt er við viðskipti þar sem báðir aðilar hagnast þrátt fyrir misnotkun annars á hinum. Í þriðja og síðasta kafla ritgerðarinnar eru hinar ólíku gerðir misnotkunar mátaðar við staðgöngumæðrun. Að lokum eru færð rök fyrir því að staðgöngumæðrun á Indlandi sé dæmi um gagnkvæmt gagnlega misnotkun. Það eru indversk stjórnvöld sem gera barnlausum pörum frá Vesturlöndum kleift að misnota indverskar staðgöngumæður, vegna þess að þau vernda ekki neikvætt æxlunarfrelsi kvennanna, þ.e.a.s. frelsi til þess að ákveða barneignir sínar án nokkurra þvingana. Indverkar konur gerast staðgöngumæður af illri nauðsyn og misnotkunin felst í því að þær geta ekki samið um betri kjör, sem þær ættu að geta gert, ef frelsi þeirra væri varið.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leg til leigu.pdf366.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna