is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21356

Titill: 
  • Greining og nákvæm lýsing á tveimur sjávarbakteríu stofnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Má segja að fyrsta bakterían hafi verið greind um seinni hluta 17. aldar og hafa verið miklar rannsóknir á þeim síðan. Margar aðferðir hafa verið þróaðar til greiningar á þeim og eru nákvæmar reglur til um nafngiftir.
    Markmið þessa verkefnis var að vinna með tvo sjávarbakteríu stofna, einangra og hreinsa erfðaefni þeirra og senda til 16S rRNA raðgreiningar. Framkvæmdar voru ýmiskonar prófanir á stofnunum tveimur. Stofnarnir tveir reyndust vera gram jákvæðir stafir, katalasa jákvæðir og oxidasa neikvæðir. Stofn 631-2345 sýndi jákvæða svörun við framleiðslu á 8 mismunandi ensímum á meðan stofn 633-1501 sýndi einungis jákvæða svörun við framleiðslu á 3 ensímum. Einungis sýndu þeir sameiginlega jákvæða svörun við því að framleiða 2 ensím. Stofn 631-2345 sýndi jákvæða svörun við því að geta nýtt sér 10 mismunandi sykrur en stofn 633-1501 sýndi jákvæða svörun við því að geta nýtt sér 12 mismunandi sykrur. Einungis voru 6 sykrur sem báðir stofnar sýndu jákvæða svörun við að geta nýtt sér. Kjör vaxtarskilyrði stofnanna tveggja eru við 30°C, pH 7,0 og 2% (w/v) seltu. Stofn 631-2345 vex eingöngu í viðurvist súrefnis en stofn 633-1501 getur einnig vaxið við loftfirrtar aðstæður. Stofnarnir sýndu mestu líkindi við Demequina aurantiaca strain NBRC 106265 (99%). G+C hlutfall stofns 631-2345 er 56,23% og stofns 633-1501 56,04%. Enga örveruhemjandi virkni var að sjá hjá stofnunum.

  • Útdráttur er á ensku

    One could say that the first bacterium was described in the second half of the 17th century and have since then been thoroughly researched. Many methods have been developed to analyse bacteria and there are detailed rules for naming them.
    The aim of this project was to work with two marine bacteria strains, isolate and purify DNA and have the 16S rRNA sequenced. Various tests were performed on the two strains. Both strains were found to be gram positive, catalase positive and oxidase negative. Strain 631-2345 showed positive response to the production of 8 different enzymes where as strain 633-1501 showed positive response to the production of 3 different enzymes. The strains showed positive response to the production of 2 common enzymes. Strain 631-2345 showed a positive response to being able to degrade 10 different sugars but strain 633-
    1501 showed a positive response to being able to degrade 12 different sugars. There were only 6 sugars that both strains showed a positive response to beeing able to degrade. Optimum growth conditions for the two strains were defined as 30°C, pH 7,0 and 2% (w/v) salt concentration. Strain 631-2345 is a strict aerobe but strain 633-1501 is a facultive anaerobe. Both strains showed the most identity to Demequina aurantiaca strain NBRC 106 265 (99%). GC content of strain 631-2345 is 56,23% and of strain 633-1501 is 56.04%. No antimicrobial activity was seen in the tests.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Hrund - Ritgerð - Rafræn Skil.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna