is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21358

Titill: 
  • Sjampó og hárnæring án óæskilegra efna. Kaupákvörðunarstíll og markhópur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markaðsrannsóknin sem gerð var í þessu verkefni er unnin fyrir ákveðið fyrirtæki sem er kallað Fyrirtækið í verkefninu. Fyrirtækið ætlar að hefja framleiðslu og sölu á sjampói og hárnæringu sem eru gæðavörur úr vönduðum hráefnum, íslenskar, án óæskilegra efna og á samkeppnishæfu verði. Til að Fyrirtækið geti haft markaðssetningu varanna áhrifaríka er betra að þekkja markhópinn fyrir þessar vörur og hvar og hvernig hann kaupir sjampó og/eða hárnæringu eða kaupákvörðunarstíll hans. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hver er fýsilegur markhópur Fyrirtækisins fyrir íslenskt gæðasjampó og hárnæringu sem er án óæskilegra efna? Hver er kaupákvörðunarstíll markhópsins þegar hann kaupir sjampó og/eða hárnæringu? Spurningalistanum var dreift á nokkrar Facebook síður og voru það 274 sem svöruðu listanum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það er lítilvægt í huga fólks að sjampóið og/eða hárnæringin sem það kaupir sé íslenskt. Gæði eru fólki mikilvæg þegar það kaupir sjampó og/eða hárnæringu og þegar þetta var skoðað nánar með tilliti til bakgrunnsbreytanna kom í ljós að það er helst fólk á aldrinum 26-45 ára sem þykir gæði mikilvæg og gæði í sjampói og/eða hárnæringu eru mikilvæg þeim sem eru með háskólapróf. Út frá þessum niðurstöðum má mæla með að Fyrirtækið leggi ekki sérstaka áherslu á að sjampóið og hárnæringin sé íslensk vara. Einnig má mæla með því að það haldi sig við upphaflegu hugmyndina um að framleiða sjampó og hárnæringu sem innihalda gæða hráefni og noti gæða eiginleikann til að aðgreina vöruna á markaðnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er fýsilegur markhópur fólk á aldrinum 26-45 ára sem er með háskólapróf.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS RITGERD lokauppkast_11_mai_hallveig_jonsdottir.pdf581.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna